Neytendur

Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður eru formenn VR og RSÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður eru formenn VR og RSÍ. Vísir/Vilhelm

VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda.

Í sameiginlegu erindi formanna félaganna segir að í núverandi verðbólguástandi hljóti stjórnvöld að skoða allar leiðir til að lækka verð á vörum fyrir almenning í landinu. Óskað er eftir því að fundurinn fari fram sem allra fyrst.

Vísað er til bókunar við kjarasamninga FA og VR/LÍV annars vegar og FA og RSÍ hins vegar, sem undirritaðir voru í síðasta mánuði. Þar sammælast samningsaðilar um að óska eftir því við stjórnvöld að farið verði í vinnu við að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. 

„Lækkun tolla er ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Að mati samningsaðila væri góð byrjun að afnema tolla sem vernda enga hefðbundna innlenda landbúnaðarframleiðslu,“ segir í bókuninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×