Fleiri fréttir

Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á aðalfundi þerira í morgun. Guðrún var ein í framboði og hefur setið sem formaður samtakanna síðan 2014.

Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum

Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Breska Domino's eignast ráðandi hlut í íslensku pítsukeðjunni

Domino's á Bretlandi (Domino's Pizza Group) mun yfirtaka eignarhlut Domino's á Íslandi í rekstri pítsustaðakeðjunnar í Skandinavíu. Þar að auki mun breska félagið eignast á næstunni tveggja prósenta hlut í Domino's á Íslandi og þá eiga 51 prósent í fyrirtækinu eða ráðandi hlut.

Einkaneysla ekki mælst meiri síðan 2007

Árlegur vöxtur einkaneyslu hefur ekki mælst meiri frá árinu 2005 en að árinu 2007 undanskildu hefur einkaneysla ekki mælst meiri að raungildi hér á landi að því er kemur fram á vef Hagstofunnar.

„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“

"Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins.

Opna Café Paris aftur í gjörbreyttri mynd

Café Paris við Austurvöll mun opna í lok mánaðarins í gjörbreyttri mynd. Nýir eigendur kaffihússins segja markmiðið að gera staðinn aftur að frönskum bistro sem sé nær því sem hann var við opnun árið 1993.

Rúna Dögg Cortez í framkvæmdastjórn Brandenburg

Rúna Dögg Cortez, stafrænn stjórnandi hjá auglýsingastofuni Brandenburg, hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Fyrir í stjórninni eru þeir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Hörður Lárusson teiknistofustjóri. Rúna Dögg segist í tilkynningu fyrirtæksins fagna því að vera komin í framkvæmdastjórn og þeim verkefnum sem því fylgja.

Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði

Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka.

Bein útsending: Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu

Hver er staða og hverjar eru horfur í íslenskri ferðaþjónustu? Fræðslufundur í tilefni af nýrri skýrslu Íslandsbanka. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, taka þátt í umræðum.

Konur leiða uppbyggingu Alvogen og Alvotech

Á árlegum kynningarfundi Alvogen og Alvotech í gær kom fram í ræðu Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og stofnanda Alvotech, að um 90 prósent af hagnaði fyrirtækisins á síðasta ári hafi komið frá mörkuðum sem stýrt er af konum.

Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun

United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar.

Dýrasti maturinn um borð í vélum Icelandair

Dýrasti maturinn sem boðið er upp á í flugvélum er um borð í vélum Icelandair ef marka má úttekt bresku bókunarsíðunnar Cheapflights á mat sem boðið er upp á hjá evrópskum flugfélögum.

ISI og Sæmark buðu í fiskvinnslurisa Icelandic

Sölufyrirtækin Iceland Seafood Inter­national (ISI), Sæmark, og þýska fiskvinnslufyrirtækið Deutsche See hafa öll boðið í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu

Fengu kauprétt fyrir milljarða lánin til Havila

Fjárhagslegri endurskipulagningu Havila Shipping í Noregi lauk í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki lánuðu fyrirtækinu 5,5 milljarða króna. Bankarnir fengu meðal annars kauprétt á alls 18 prósenta hlut í norska skipafélaginu.

Costco ætlar ekki að takmarka fjölda meðlima

Costco á Íslandi ætlar ekki að takmarka fjölda þeirra sem geta keypt einstaklings- eða fyrirtækjaaðild að vöruhúsi bandaríska fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Enn er stefnt að opnun þess í lok maí.

Nýherji kannar sölu á meirihluta í Tempo

Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag.

Bónuspottur Glitnistoppa stækkar um nærri 300 milljónir króna

Bónuspottur til handa stjórnarmönnum og lykilstjórnendum Glitnis HoldCo, þar á meðal örfáum íslenskum starfsmönnum eignarhaldsfélagsins, mun síðar í vikunni stækka um 200 til 300 milljónir og nema þá samtals rúmlega 1.720 milljónum króna.

Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað

Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni.

Þrír stjórnarmenn hverfa á braut

„Stjórnarmönnum okkar, sem sitja i stjórnum lífeyrissjoðanna, voru ekki kynntar þessar reglur og það er bara handvömm okkar. Það verður að segjast eins og er,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins.

Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila

Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun.

Illa skipulagður raforkumarkaður og verð til heimila of lágt

Raforkuverð sem íslensk heimili greiða er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Danskir hagfræðingar sem unnu úttekt á raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun telja að það þurfi að endurskipuleggja raforkumarkaðinn, auka verðmætasköpun og hækka verða á rafmagni innanlands.

„Plan“ Orkuveitunnar gekk upp

Aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur frá 2011 skilaði um tíu milljarða betri sjóðstöðu en reiknað var með.

Reglurnar eiga ekki við um formann Icelandair

Nýr stjórnarformaður Icelandair er í stjórn LV tilnefndur af SA þótt reglur SA séu að þeir sem samtökin tilnefnir í lífeyrissjóði sitji ekki í stjórn félaga þar sem sjóðurinn beitir atkvæðisrétti í stjórnarkjöri.

Sjá næstu 50 fréttir