Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 12:18 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira