Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 12:18 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá. Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá.
Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira