24,5 milljarða kröfur í þrotabú Magnúsar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2017 13:20 Magnús Þorsteinsson. Vísir/Hari Samþykktar kröfur í þrotabú Magnúsar Þorsteinssonar nema alls 24,5 milljörðum. Gjaldþrotaskipti hafa tekið tæp átta ár en Magnús var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009. Mbl.is greinir frá.Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2009 í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hæstiréttur staðfesti úrskurðurinn mánuði síðar.Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni var sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tæplega tólf hundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Árið 2007 keypti Magnús BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Athygli vakti að Magnús breytti um lögheimili rétt áður en mál hans var dómtekið á Akureyri og fluttist til Rússlands. Þvertók hann þó fyrir að tengsl væru á milli þess og dómsmálsins.Magnús var áberandi í viðskiptalífinu hér á landi á árunum fyrir hrun. Magnús var stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group sem átti meðal annars Air Atlanda. Þá keypti hann Landsbankann ásamt Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgúlfssyni. Þann 20. mars næstkomandi verður haldinn skiptafundur í þrotabúi Magnúsar. Þar fá kröfuhafar lokatækifæri sitt til þess að andmæla skiptunum. Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotabeiðni Straums Burðarás á hendur Magnúsi Þorsteinssyni vegna tæps milljarðs sem hann gekkst í ábyrgð fyrir hjá félaginu BOM ehf. 3. júní 2009 17:45 Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03 Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. 30. apríl 2009 12:35 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Samþykktar kröfur í þrotabú Magnúsar Þorsteinssonar nema alls 24,5 milljörðum. Gjaldþrotaskipti hafa tekið tæp átta ár en Magnús var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009. Mbl.is greinir frá.Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2009 í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hæstiréttur staðfesti úrskurðurinn mánuði síðar.Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni var sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tæplega tólf hundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Árið 2007 keypti Magnús BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Athygli vakti að Magnús breytti um lögheimili rétt áður en mál hans var dómtekið á Akureyri og fluttist til Rússlands. Þvertók hann þó fyrir að tengsl væru á milli þess og dómsmálsins.Magnús var áberandi í viðskiptalífinu hér á landi á árunum fyrir hrun. Magnús var stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group sem átti meðal annars Air Atlanda. Þá keypti hann Landsbankann ásamt Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgúlfssyni. Þann 20. mars næstkomandi verður haldinn skiptafundur í þrotabúi Magnúsar. Þar fá kröfuhafar lokatækifæri sitt til þess að andmæla skiptunum.
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotabeiðni Straums Burðarás á hendur Magnúsi Þorsteinssyni vegna tæps milljarðs sem hann gekkst í ábyrgð fyrir hjá félaginu BOM ehf. 3. júní 2009 17:45 Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03 Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. 30. apríl 2009 12:35 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotabeiðni Straums Burðarás á hendur Magnúsi Þorsteinssyni vegna tæps milljarðs sem hann gekkst í ábyrgð fyrir hjá félaginu BOM ehf. 3. júní 2009 17:45
Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03
Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. 30. apríl 2009 12:35