Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2017 19:45 Helge Sigurd Næss-Schmidt eigandi Copenhagen Economics. Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Eitt af úrræðum sem Íslendingar standa frammi fyrir til að auka verðmætasköpun á raforkumarkaði er að tengjast Evrópu með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. „Við skulum gera ráð fyrir að raforkuverðið í Skotlandi verði hærra en á Íslandi. Þá getur þetta skapað verðmæti á Íslandi á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hægt að fá jafnvel enn meira fyrir orkuna sem þið framleiðið og það verður útflutningur, svo peningarnir fara beint til íslenskra heimila, og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þið hafið vatnsorku. Vatnsorkuver virka frábærlega vel með vindorkustöðvum því þegar vindorkustöðvarnar í Skotlandi framleiða rafmagn er hægt að safna vatn í uppistöðulónin á Íslandi og þegar lítil framleiðsla er í Skotlandi seljum við rafmagn þangað. Svo það næst meira út úr þessu. Það næst meira út úr auðlindinni með því að selja þegar verðið er hátt og famleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Raforkuverð með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Margir hafa lagst gegn raforkusæstrengnum á þeirri forsendu að hann muni leiða til verðhækkana á rafmagni til íslenskra heimila. Líkt og gerðist í Noregi eftir að lagður var raforkusæstrengur milli Noregs og Hollands. „Ég held að hluti af viðskiptahugmyndinni á bak við strenginn sé að það sé verðmunur. En þótt ekki væri mikill verðmunur væri verðmætið mikið og það stafar af getunni til að fá meira út úr þessu með því að selja þegar verðið er hátt og framleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-SchmidtHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/VilhelmSæstrengsverkefni í biðstöðu Vinna við sæstrengsverkefnið hefur staðið yfir í mörg ár hjá Landsvirkjun og hjá iðnaðarráðuneytinu sem í dag er ráðuneyti ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar. Greint var frá því í nóvember í fyrra að hreyfing væri komin á fjármögnun verkefnisins. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Viðskiptalegi ávinningurinn liggur fyrir, hann var kynntur í skýrslu í fyrra og hann er mjög mikill. Við erum með öflugt lið til þess að taka við boltanum þegar og ef stjórnvöld ákveða að skoða þetta frekar. En það er langur vegur eftir sem á eftir að fara áður en hægt er að taka ákvörðun,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Þetta er bara statt á sama stað og fyrir kosningar. Ég hef skoðað þetta og ég hef sagt að mér finnist óábyrgt að loka verkefni sem hefur ekki að fullu verið skoðað eins og þarf að gera til að taka upplýsta ákvörðun. Það er það sem við ætlum að halda áfram að gera. Vera með ölll gögn fyrir framan okkur til að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli. Það er það sem mér finnst ábyrgt og það hyggst ég gera,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála- nýsköpunar og iðnaðar um stöðuna á sæstrengsverkefninu. Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. Á fundi Landsvirkjunar í morgun kynntu tveir danskir hagfræðingar Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen úttekt sína á íslenska raforkumarkaðnum. Eitt af úrræðum sem Íslendingar standa frammi fyrir til að auka verðmætasköpun á raforkumarkaði er að tengjast Evrópu með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. „Við skulum gera ráð fyrir að raforkuverðið í Skotlandi verði hærra en á Íslandi. Þá getur þetta skapað verðmæti á Íslandi á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hægt að fá jafnvel enn meira fyrir orkuna sem þið framleiðið og það verður útflutningur, svo peningarnir fara beint til íslenskra heimila, og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þið hafið vatnsorku. Vatnsorkuver virka frábærlega vel með vindorkustöðvum því þegar vindorkustöðvarnar í Skotlandi framleiða rafmagn er hægt að safna vatn í uppistöðulónin á Íslandi og þegar lítil framleiðsla er í Skotlandi seljum við rafmagn þangað. Svo það næst meira út úr þessu. Það næst meira út úr auðlindinni með því að selja þegar verðið er hátt og famleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-Schmidt.Raforkuverð með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum Fram kom í greiningu Samtaka atvinnulífsins sem birtist í síðustu viku að raforkuverð til heimila á Íslandi er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Margir hafa lagst gegn raforkusæstrengnum á þeirri forsendu að hann muni leiða til verðhækkana á rafmagni til íslenskra heimila. Líkt og gerðist í Noregi eftir að lagður var raforkusæstrengur milli Noregs og Hollands. „Ég held að hluti af viðskiptahugmyndinni á bak við strenginn sé að það sé verðmunur. En þótt ekki væri mikill verðmunur væri verðmætið mikið og það stafar af getunni til að fá meira út úr þessu með því að selja þegar verðið er hátt og framleiða ekki þegar verðið er lágt,“ segir Helge Sigurd Næss-SchmidtHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Vísir/VilhelmSæstrengsverkefni í biðstöðu Vinna við sæstrengsverkefnið hefur staðið yfir í mörg ár hjá Landsvirkjun og hjá iðnaðarráðuneytinu sem í dag er ráðuneyti ferðamála- nýsköpunar- og iðnaðar. Greint var frá því í nóvember í fyrra að hreyfing væri komin á fjármögnun verkefnisins. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Viðskiptalegi ávinningurinn liggur fyrir, hann var kynntur í skýrslu í fyrra og hann er mjög mikill. Við erum með öflugt lið til þess að taka við boltanum þegar og ef stjórnvöld ákveða að skoða þetta frekar. En það er langur vegur eftir sem á eftir að fara áður en hægt er að taka ákvörðun,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Þetta er bara statt á sama stað og fyrir kosningar. Ég hef skoðað þetta og ég hef sagt að mér finnist óábyrgt að loka verkefni sem hefur ekki að fullu verið skoðað eins og þarf að gera til að taka upplýsta ákvörðun. Það er það sem við ætlum að halda áfram að gera. Vera með ölll gögn fyrir framan okkur til að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli. Það er það sem mér finnst ábyrgt og það hyggst ég gera,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála- nýsköpunar og iðnaðar um stöðuna á sæstrengsverkefninu.
Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira