Fleiri fréttir

Eimskip opnar nýja skrifstofu í Póllandi

Eimskip mun opna nýja skrifstofu í Gdynia í Pólland frá og með 1. mars næstkomandi. Piotr Grezenkowicz hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þar. Piotr hefur mikla reynslu á sviði flutninga og flutningsmiðlunar. Hann hefur starfað hjá Morska Agencja Gdynia, síðastliðin 20 ár og var nú síðast yfirmaður flutningasviðs. Piotr umboðsmaður fyrir Hapag-Lloyd Container Line í Póllandi á árunum 1995- 2005. Piotr útskrifaðist með MSc gráðu frá Háskólanum í Gdansk árið 1994 í viðskiptafræðum.

Spáir lítilsháttar aukningu á verðbólgunni

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,1% í febrúar frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga lítillega eða úr 4,2% og í 4,3%, frá janúar. Í kjölfarið mun verðbólga svo hjaðna lítillega en haldast þó að mestu yfir 3% næstu misserin, að því er segir í Morgunkorni greiningarinnar.

Árni Magnússon ráðinn til Mannvits

Árni Magnússon fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Orku hjá Mannviti frá og með 15. mars næstkomandi og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Icelandair fjölgar ferðum til Gatwick í haust

Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug til og frá Gatwick í London og mun frá og með 13. september í haust fljúga fjórum sinnum í viku til og frá flugvellinum.

Auðmönnum fjölgar að nýju í Danmörku

Auðmönnum í Danmörku fer aftur fjölgandi. Þeir Danir sem hafa meira en ein milljónum danskra króna, eða um 23 milljónir króna, í árslaun eru nú rétt tæplega 60.000 talsins eða rúmlega 1% af þjóðinni.

Hópuppsagnir hjá DSB í Danmörku í dag

Tilkynnt verður um hópuppsagnir hjá Dönsku ríkisjárnbrautunum DSB í dag en ætlunin með þeim er að spara um einn milljarð danskra króna eða um 23 milljarða króna á ári.

Tryggvi Pétursson: Verið að beita „sóðalegum“ aðferðum

Harðvítugar deilur milli Tryggva Péturssonar fjárfestis og félagsins IGV teygja anga sína til Lúxemborgar og Bandaríkjanna, þar sem Tryggvi hefur verið dæmdur í einkamáli fyrir að færa tugir milljóna úr einkasjóði á eigin reikning. Hann neitar alfarið sök og segist vera órétti beittur.

Hörður: Landsvirkjun vel fjármögnuð en þetta skiptir máli

Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar. Hörður Arnarson forstjóri segir að þetta hjálpi til við að bæta aðgengi að erlendu lánsfé, en fyrirtækið sé þó ekki að fara sækja sér fé á alþjóðamörkuðum á næstunni.

Fasteignaveltan í borginni yfir 4 milljarðar í síðustu viku

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 118. Þetta er aukning um 23 samninga frá fyrri viku og vel yfir meðaltalinu síðustu þrjá mánuði sem er 104 samningar á viku, að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Öll loftræstikerfi þarf að hreinsa reglulega

"Mikill misskilningur ríkti áður fyrr um að ekki þyrfti að þrífa loftræstikerfi heldur væri nóg að skipta bara um síur reglulega,“ segir Magnús Ásmundsson hjá K2 Loftstokkahreinsun.

Viðhald loftræstikerfa nauðsynlegt

Blikksmiðja Guðmundar er eitt fárra fyrirtækja sem eiga sérstaka myndavél til eftirlits á loftræstikerfum ásamt fullkomnum hreinsitækjum. Eigandinn Sævar Jónsson segir of algengt að viðhaldi loftræstikerfa sé frestað, sem leiði til aukins álags og hærri rekstrarkostnaðar.

Orkusparandi lausnir

Gott loft skiptir sköpum fyrir heilbrigði húsa og manna. Í Hitatækni býr áratuga reynsla við stjórn- og stýribúnað loftræsti- og hitakerfa.

Moody´s bætir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöðugar. Samsvarandi breyting á horfum átti sér stað hjá ríkissjóði Íslands þann 7. febrúar síðastliðinn.

Robert Tchenguiz vill 20 milljarða frá SFO

Athafnamaðurinn Robert Tchenguiz hefur stefnt efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar vegna rannsóknar á viðskiptum hans við Kaupþing. Hann krefst 100 milljóna punda í bætur, eða 20 milljarða króna. Vincent Tchenguiz, bróðir Roberts, fer einnig fram á sömu bætur. Þeir voru báðir handteknir í mars í hitteðfyrra.

Facebook varð fyrir tölvuárás

Samskiptamiðillinn Facebook varð fyrir alvarlegri tölvuárás í janúar síðastliðnum. Stjórnendur síðunnar opinberuðu þetta í gær.

Vissi ekki af eignarhaldi Finns Ingólfssonar

Gift, félag sem stofnað var á grunni Samvinnutrygginga, lánaði félagi sem Finnur Ingólfsson var hluthafi í 840 milljónir króna á vormánuðum 2007. Ólafur Garðarsson, sem sat í slitastjórn Kaupþings þegar nauðasamningar við Gift voru gerðir, átti í nánum viðskiptum við Gift í gegnum þetta sama faseignafélag.

Ástæða til að kanna hvort stjórnvöld þurfi að bregðast við

„Ég hafði engar fyrirfram gefnar hugmyndir um hver fjárhæðin kynni að vera, en 3.4 milljarðar króna eru tæplega fimm prósent af veltunni," segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bótasvik í almannatryggingakerfinu sem birt var í dag.

Bótasvik nema rúmum 3 milljörðum króna

Ætla má að bótasvik í almannatryggingakerfinu geti numið allt að 3,4 milljörðum króna. Ríkisendurskoðun telur að efla þurfi eftirlit á þessu sviði. Meðal annars með því að rýmka lagaheimildir Tryggingastofnunar til að afla og vinna með persónuupplýsingar. Þá eigi að rýmka heimildir stofnunarinnar til að beita viðurlögum við bótasvikum. Mikilvægt sé að viðurlög séu þannig að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur.

Skrifað undir samning vegna kísilvers á Bakka

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skrifaði í dag undir yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma um uppbyggingu kísilvers á Bakka. Þá var jafnframt undirritað samkomulag milli Norðurþings, Hafnarsjóðs Norðurþings og íslenska ríkisins um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að ráðast í atvinnuuppbyggingu á Bakka.

Ávöxtun lífeyrissjóðs verzlunarmanna nam 13%

Ávöxtun eigna lífeyrissjóðs verzlunarmanna var 13,4% á síðasta ári sem svarar til 8,5% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun síðast liðin 10 ár nam 3,9%. Fjárfestingartækifærum fjölgaði á árinu og innlendur hlutabréfamarkaður efldist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum vegna uppgjörs fyrir síðasta ár. Gjaldeyrishöft hamla þó enn nokkuð uppbyggingu og setja mark sitt á starfsemi sjóða eins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Verkís leigir Ofanleiti 2 til langs tíma

Verkís og Reginn fasteignafélag hafa gert með sér samning um langtímaleigu á Ofanleiti 2. Húsið er 8.000 fermetrar í tveimur álmum á fimm hæðum og hýsti áður Háskólann í Reykjavík.

Hagnaður Norwegian nær fjórfaldast milli ára

Hagnaður norska lággjaldaflugfélagsins Norwgian nam tæpum 500 milljónum norskra króna á síðasta ári eða um 10 milljörðum kr. Þetta er nærri fjórföldun á hagnaðinum miðað við fyrra ár.

Kauptilboðið undirritað 25. janúar

Bæjarráð Akraness fjallaði um söluna á Orkuveituhúsinu í gær, en borgarstjórn mun fjalla um málið í lok mánaðarins. Byggðaráð Borgarbyggðar staðfesti ákvörðun stjórnar, um kauptilboð í húsið, fyrir sitt leyti 7. febrúar síðastliðinn og borgarstjórn Reykjavíkur þann 12. febrúar.

Falleg, lýtalaus húð

Íslenskar vetrarhörkur fara ómjúkum höndum um hörund karla og kvenna. Skin Doctors kynnir sérhæfðar lausnir við algengum húðvandamálum sem virka og nú nýtt krem sem vinnur á rósroða og háræðasliti.

Grennandi aðhaldsfatnaður

"Fyrirtækið setur mikið fjármagn í rannsóknir og þróun. Framtíðarplön Lytess eru að framleiða fatnað sem tekur á ýmsum líkamskvillum, svo sem þurri húð, exemi, húðslitum, æðahnútum, bakverkjum og liðverkjum svo dæmi séu nefnd. Möguleikarnir eru óþrjótandi,“ segir Margét Helgadóttir, markaðsstjóri hjá heildsölunni Cu2.

Sjá næstu 50 fréttir