Viðskipti innlent

Fitch Ratings segir endurreisn Íslands vera áhrifamikla

Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að endurreisn íslenska efnahagslífsins úr rústum hrunsins árið 2008 sé áhrifamikil.

Efnahagslífið hafi sýnt hæfileika sína í að aðlaga sig og endurreisa á tímum þegar margar aðrar þjóðir í Evrópu hafi glímt við neikvæða þróun í sínu efnahagslífi.

Þetta kemur m.a. fram í nýju áliti Fitch sem fylgdi með ákvörðun þeirra um að hækka lánshæfiseinkunn Íslands í gærdag í BBB með stöðugum horfum.

Einnig kemur fram í áliti Fitch að matsfyrirtækið reikni með að opinberar skuldir landsins verði komnar niður í 69% af landsframleiðslu árið 2021 en hlutfallið er núna 96%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×