Viðskipti innlent

Spænskt lággjaldaflugfélag flýgur til Íslands í sumar

Spænska lágjaldaflugfélagið Vueling hefur bæst í hóp flugfélaga sem ætla að stunda Íslandsflug í sumar og þar með munu 17 flugfélög fljúga hingað til lands í sumar.

Vueling ætlar að halda uppi næturflugi tvisvar í viku á milli Barcelóna og Keflavíkur að því er fram kemur á vefsíðunni túristi.is. Verður Vueling þriðja félagið sem flýgur á þeirri leið í sumar, en bæði Icelandair og Wow fljúga á þeirri leið.

Vueling er stærsta lággjaldaflugfélag Spánar og flýgur til yfir hundrað áfangastaða. Keflavík verður sá níundi á Norðurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×