Viðskipti innlent

Vodafone semur við Emerald Networks um afnot af nýjum sæstreng

Vodafone og Emerald Networks hafa ákveðið að semja um afnot Vodafone af nýjum sæstreng sem ráðgert er að leggja til Íslands.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Emerald Networks hafi á undanförnum misserum undirbúið lagningu sæstrengs frá Bandaríkjunum til Evrópu og lagningu hliðarleggs til Íslands.

Fyrirtækið hefur boðið Vodafone aðgang að strengnum og stefna málsaðilar að undirritun samnings þar um innan 45 daga. Frekari upplýsingar verða veittar þegar niðurstaðan liggur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×