Viðskipti innlent

Bótasvik nema rúmum 3 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ætla má að bótasvik í almannatryggingakerfinu geti numið allt að 3,4 milljörðum króna. Ríkisendurskoðun telur að efla þurfi eftirlit á þessu sviði. Meðal annars með því að rýmka lagaheimildir Tryggingastofnunar til að afla og vinna með persónuupplýsingar. Þá eigi að rýmka heimildir stofnunarinnar til að beita viðurlögum við bótasvikum. Mikilvægt sé að viðurlög séu þannig að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur.

Tryggingastofnun ákvarðar og afgreiðir bóta- og lífeyrisgreiðslur til fólks sem rétt hefur til slíkra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Stofnunin leitast við að tryggja að þeir sem þiggja greiðslurnar eigi raunverulega rétt á þeim. Í þessu skyni leitar stofnunin uppi og rannsakar greiðslur sem rekja má til svika eða mistaka og reynir að fyrirbyggja þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×