Viðskipti innlent

Eignirnar jukust um 30 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Baldvinsson er stjórnarformaður Landssambands íslenskra lífeyrissjóða.
Gunnar Baldvinsson er stjórnarformaður Landssambands íslenskra lífeyrissjóða.
Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 30 milljarða króna í september síðastliðnum og er það mesta aukning eigna í einum mánuði síðan í mars síðastliðnum. Greining Íslandsbanka segir frá því í dag að það sem af er þessu ári hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um að meðaltali 22 milljarða króna í mánuði hverjum og er aukningin í október því mun meiri en verið hefur að meðaltali undafarna mánuði.

Eignirnar jukust um ríflega 1% og nam hrein eign lífeyrissjóðanna í lok september 2.294 milljörðum króna. Aukningin er að tilkomin vegna mikillar aukningar erlendra eigna sjóðanna en erlendar eignir jukust um 4% í september á meðan innlendar eignir lækkuðu um 0,1% á sama tímabili. Erlendar eignir jukust um 18,8 milljarða króna. í ágúst en innlendar eignir drógust saman um 1,5 milljarða króna sama tímabili.

Aukningin í erlendum eignum sjóðanna er tilkomin vegna samspils gengisþróunar og góðs gengis erlendra hlutabréfamarkaða í mánuðinum en alls  hækkuðu erlendar eignir lífeyrissjóðanna í hlutabréfasjóðum og hlutabréfum um rúmlega 17 ma. kr í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×