Viðskipti innlent

Delta flýgur til Íslands á næsta ári

JHH skrifar
Delta Air Lines ætlar að fljúga til Íslands á næsta ári. Flugið hefst 3. júní næstkomandi. Flogið verður allt að sex sinnum í víku yfir hásumarið á Boeing 757-200 vél sem tekur 170 manns í sæti. Önnur flugfélög hafa ekki tilkynnt flug á næsta ári.

„Reykjavík nýtur síaukinna vinsælda sem áfangastaður meðal bandarískra ferðamanna og það liggur beinast við að bjóða þessa þjónustu á þeim tíma sem viðskiptavinir okkar kjósa helst að heimsækja landið, þ.e.a.s. yfir sumarmánuðina," segir Perry Cantarutti, aðstoðarforstjóri Delta í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku í tilkynningu sem send var fjölmiðlum.

„Árstíðabundið flug er árangursrík leið til þess tryggja tekjur af starfesminni með því að sníða framboðið að eftirspurn. Áætlunarflug Delta eykur valmöguleika farþega sem ferðast á milli Íslands og Bandaríkjanna, auk þess sem það mun flytja þúsundir bandarískra ferðamanna til Íslands næsta sumar, sem kemur til með að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu landsmanna," segir hann ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×