Viðskipti innlent

Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði.

Samherji hefur einnig fjárfest í Þórsmörk, eiganda Árvakurs, eiganda Morgunblaðsins og Landsprents. Krossanes ehf., sem er að öllu leyti í eigu Samherja, á 20,8 prósenta hlut í Þórsmörk og er næststærsti eigandi félagsins ásamt Áramótum ehf., félags Óskars Magnússonar. Óskar, sem er útgefandi Morgunblaðsins, situr einnig í stjórn Samherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×