Gengur hratt á eigið fé Háskólans í Reykjavík Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 HR er þungur fjárhagslegur myllusteinn um háls skólans. Hann greiðir alls tæplega 800 milljónir króna í leigu á ári. Ekkert bendir til þess að sú tala muni lækka um fyrirsjáanlega framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 231,5 milljónum króna í fyrra og 401,4 milljónum króna á árinu 2010. Hann mun einnig verða rekinn með tapi á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að afkoman verði neikvæð til lengri tíma ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins til hans. Þetta kemur fram í ársreikningi HR sem birtur var nýverið. Framlag til skólans þarf að aukast um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að tryggja rekstrarhæfi hans í þeirri mynd sem skólinn er rekinn í dag. Rekstur HR hefur verið afar þungur á undanförnum árum. Þrátt fyrir að rekstrargjöld hafi dregist saman um rúmlega 200 milljónir króna í fyrra, aðallega vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostaði, tapaði skólinn miklum fjárhæðum. Nokkuð jákvæður viðsnúningur varð þó á afkomunni, einkum vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostnaði. Í ársreikningnum stendur hins vegar að „afkoma HR á árinu 2012 verður áfram neikvæð og ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins eru einnig neikvæðar horfur með starfsemi háskólans til lengri tíma. Frá árinu 2009 er búinn að vera viðvarandi niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til HR og annarra háskóla hér á landi. Samtals eru fjárframlög ríkisins til HR árið 2012 um 450 m.kr. lægri að raungildi en árið 2008 og uppsafnaður niðurskurður til HR er yfir 1.000 m.kr. að núvirði frá árinu 2008". HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Það gengur þó hratt á það og um síðustu áramót var það tæplega 400 milljónir króna. Miðað við rekstrarniðurstöðu síðasta árs og óbreytt framlög myndi það duga skólanum fram á haustið 2013. Lítill pólitískur vilji virðist þó vera til að mæta kröfum HR með auknum framlögum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlag til HR lækki um 18,4 milljónir króna. Þá er HR auk þess ætlað að greiða til baka 150 milljóna króna framlag sem hann fékk á fjáraukalögum ársins 2011. Vegna þeirrar endurgreiðslu er „áætlað að skólinn fái 43,5 m.kr. lægra framlag í fjárlögum 2013[…]en hann hefði fengið án aukafjárveitingar". Samkvæmt heimildum Markaðarins eru þó líkur á að hækkanir á fimm reikniflokkum geti skilað HR um 50 milljónum króna til viðbótar á næsta ári. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir að rekstrarniðurstöður skólans endurspegli fyrst og fremst þann mikla niðurskurð sem hafi verið á framlögum ríkisins til skólans. „Við komum til móts við þennan niðurskurð með mikilli hagræðingu og þess vegna varð þetta ekki verra í fyrra en kemur fram í reikningnum. Við sjáum fram á að hafa gert enn betur í ár. Við höfum getað haldið starfseminni við án þess að fórna gæðum, enda væri það versta sem við gætum gert að fara að mennta fólk illa á Íslandi. Það er hins vegar augljóst að þetta gengur ekki svona til lengdar og það verður að snúa þessari þróun við fyrir árið 2013." Hann staðfestir að rekstrarafkoma ársins í ár verði einnig neikvæð og að HR þurfi um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að geta sinnt sínu lágmarkshlutverki. Til að mæta meðaltalsframlagi OECD-ríkja til háskóla þurfi hins vegar hundruð milljóna króna. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 231,5 milljónum króna í fyrra og 401,4 milljónum króna á árinu 2010. Hann mun einnig verða rekinn með tapi á þessu ári og fyrirsjáanlegt er að afkoman verði neikvæð til lengri tíma ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins til hans. Þetta kemur fram í ársreikningi HR sem birtur var nýverið. Framlag til skólans þarf að aukast um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að tryggja rekstrarhæfi hans í þeirri mynd sem skólinn er rekinn í dag. Rekstur HR hefur verið afar þungur á undanförnum árum. Þrátt fyrir að rekstrargjöld hafi dregist saman um rúmlega 200 milljónir króna í fyrra, aðallega vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostaði, tapaði skólinn miklum fjárhæðum. Nokkuð jákvæður viðsnúningur varð þó á afkomunni, einkum vegna tímabundinnar lækkunar á húsnæðiskostnaði. Í ársreikningnum stendur hins vegar að „afkoma HR á árinu 2012 verður áfram neikvæð og ef ekki verður breyting á fjárframlögum ríkisins eru einnig neikvæðar horfur með starfsemi háskólans til lengri tíma. Frá árinu 2009 er búinn að vera viðvarandi niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til HR og annarra háskóla hér á landi. Samtals eru fjárframlög ríkisins til HR árið 2012 um 450 m.kr. lægri að raungildi en árið 2008 og uppsafnaður niðurskurður til HR er yfir 1.000 m.kr. að núvirði frá árinu 2008". HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Það gengur þó hratt á það og um síðustu áramót var það tæplega 400 milljónir króna. Miðað við rekstrarniðurstöðu síðasta árs og óbreytt framlög myndi það duga skólanum fram á haustið 2013. Lítill pólitískur vilji virðist þó vera til að mæta kröfum HR með auknum framlögum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlag til HR lækki um 18,4 milljónir króna. Þá er HR auk þess ætlað að greiða til baka 150 milljóna króna framlag sem hann fékk á fjáraukalögum ársins 2011. Vegna þeirrar endurgreiðslu er „áætlað að skólinn fái 43,5 m.kr. lægra framlag í fjárlögum 2013[…]en hann hefði fengið án aukafjárveitingar". Samkvæmt heimildum Markaðarins eru þó líkur á að hækkanir á fimm reikniflokkum geti skilað HR um 50 milljónum króna til viðbótar á næsta ári. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir að rekstrarniðurstöður skólans endurspegli fyrst og fremst þann mikla niðurskurð sem hafi verið á framlögum ríkisins til skólans. „Við komum til móts við þennan niðurskurð með mikilli hagræðingu og þess vegna varð þetta ekki verra í fyrra en kemur fram í reikningnum. Við sjáum fram á að hafa gert enn betur í ár. Við höfum getað haldið starfseminni við án þess að fórna gæðum, enda væri það versta sem við gætum gert að fara að mennta fólk illa á Íslandi. Það er hins vegar augljóst að þetta gengur ekki svona til lengdar og það verður að snúa þessari þróun við fyrir árið 2013." Hann staðfestir að rekstrarafkoma ársins í ár verði einnig neikvæð og að HR þurfi um 120 milljónir króna á ári næstu þrjú árin til að geta sinnt sínu lágmarkshlutverki. Til að mæta meðaltalsframlagi OECD-ríkja til háskóla þurfi hins vegar hundruð milljóna króna.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira