Viðskipti innlent

Sjóður kaupir yfir 100 fasteignir í miðbæ Reykjavíkur

Magnús Halldórsson skrifar
Íbúðaverð í miðbæ Reykjavíkur, mun hækka, ef spár sérfræðinga ganga eftir.
Íbúðaverð í miðbæ Reykjavíkur, mun hækka, ef spár sérfræðinga ganga eftir.

Fjárfestingasjóður á vegum GAMMA hefur á undanförnum mánuðum keypt yfir 100 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík fyrir um fjóra milljarða króna. Sjóðurinn er fyrir fagfjárfesta en veðjað er á að fasteignaverðið muni hækka töluvert á þessu svæði á næstu árum.

Eftir miklar verðlækkanir og erfiðleika á fasteignamarkaði samhliða hruni fjármálakerfisins og krónunnar, hefur fasteignaverð verið að hækka nokkuð að undanförnu, eða frá því í byrjun síðasta árs. Flestar spár benda til þess að verðið muni halda áfram að hækka á næstunni.

Þar vegur þyngst að ekkert hefur verið byggt frá hruni, eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði hefur á sama tíma aukist, samhliða fólksfjölgun, og af þeim sökum virðist borðleggjandi, eins og það var orðað í efnahagskynningu GAM Management (GAMMA) í september síðastliðnum, að fasteignaverðið hækki.

Fagfjárfestasjóður á vegum GAMMA, íslensks rekstrarfélags verðbréfasjóða, hefur á undanförnum vikum og mánuðum keypt ríflega 100 íbúðareignir miðsvæðis í Reykjavík, einkum í póstunúmerunum 107, 101 og 105. Heildarstærð sjóðsins er um fjórir milljarðar króna, og er hann einungis fyrir fagfjárfesta, þar á meðal tryggingarfélög, og lífeyrissjóði.

Í fyrstu eru íbúðirnar í útleigu en með tímanum verður síðan mögulegt að selja þær fyrir hagstætt verð, í takt við hagfellda fasteignaverðsþróun á þeim svæðum þar sem eignir sjóðsins eru staðsettaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.