Viðskipti innlent

Vöxtur hóflegur næstu árin

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Mynd/Teitur
Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhagsspá sem gefin var út í gær. Þá er spáð 2,9 prósenta vexti á árinu 2014.

Verðbólguspá gerir ráð fyrir litlum breytingum, rúmum fimm prósentum í ár, fjórum á næsta ári og þremur prósentum 2014.

Fjárfesting eykst um rúm tíu prósent í ár, en aðeins um 4,3 prósent á næsta ári. 2014 mun hún hins vegar taka vel við sér og verða tæp tuttugu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×