Viðskipti innlent

Bakkavör er stærsta fyrirtæki landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bræðurnir, sem kenndir eru við Bakkavör, stýra fyrirtækinu ennþá.
Bræðurnir, sem kenndir eru við Bakkavör, stýra fyrirtækinu ennþá.
Bakkavör Group ehf er stærsta fyrirtæki landsins sé miðað við veltu. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 312 milljörðum króna og jókst um 6% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar þar sem fjallað er um 300 stærstu fyrirtækin á landinu.

Actavis Group kemur næst í röðinni en velta þess nam 291,6 milljarði. Velta þessara tveggja fyrirtækja er mun meiri en annarra en í þriðja sæti kemur Marel með veltu upp á tæpa 108 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×