Fleiri fréttir

Deloitte harmar "aðför“ sjávarútvegsráðherra að fyrirtækinu

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafnar öllum þeim ávirðingum sem Sjávarútvegsráðuneytið setur fram varðandi fyrirtækið, í umsögn sinni í gær um skýrslu fyrirtækisins sem send var atvinnuveganefnd 23. apríl. Þá er þeirri "aðför“ sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, hefur gert að fyrirtækinu á opinberum vettvangi mótmælt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Deloitte vegna umsagnar sjávarútvegsráðuneytisins um skýrslu Deloitte.

Sigurður Einarsson þarf að greiða Kaupþingi 500 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings skuli greiða þrotabúi bankans til baka 496 milljónir króna auk vaxta vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans sem felldar voru niður fyrir hrun bankans.

Eignir jukust um 462 milljónir

Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli varð til þess að eignir HS Orku jukust um 462 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan er sú að hluti orkusölusamninga HS Orku er bundinn við sveiflur í heimsmarkaðsverðinu. Það hefur lækkað mjög skarpt frá því að það reis sem hæst um mitt ár 2008 og sú lækkun kostaði HS Orku um 1,5 milljarða króna á árinu 2011. Á síðustu misserum hefur það hins vegar verið að hækka á ný.

Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut

Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku.

Diablo III loks lentur

Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III.

Áhlaup á gríska banka - 700 milljónir evra teknar út

Almenningur í Grikklandi tók út 898 milljónir evra af reikningum grískra banka í gær samkvæmt upplýsingum sem forseti Grikklands, Karolos Papoulias, lét þingmenn hafa í dag og vitnað er til á vef Wall Street Journal í dag.

Atvinnuleysi verði 4,6 prósent árið 2014

Endurskoðuð spá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um rétt 2% á ári næstu þrjú árin. Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en batnar í takt við jákvæðar horfur í efnahagslífinu. Í ár er gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði að meðaltali 6,2% af mannafla, 5,0% á næsta ári og verði komið í 4,6% árið 2014.

Samdráttur í verslun í apríl

Tölvuverður samdráttur varð í flestum tegundum verslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra.

Efasemdir um að Landsvirkjun nái hærra orkuverði

Lækkun raforkuverðs til stóriðju í Bandaríkjunum gæti skert möguleika Landsvirkjunar til orkusölu og þar með hægt á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál.

Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar

Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum.

Amazon uppfærir Kindle vörulínuna

Vefverslunin Amazon mun uppfæra spjaldtölvur sínar í sumar. Talið er að fyrirtækið muni kynna nýtt Kindle lesbretti sem og nýja og stærri Kindle Fire spjaldtölvu.

Facebook hækkar verð á hlutabréfum sínum

Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara.

Moody's lækkar ítalska banka

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í gærkvöldi lánshæfi 26 banka á Ítalíu á einu bretti. Þar á meðal eru stærstu bankar landsins, Unicredit og Intesa Sanpaolo. Samdráttur hefur verið á Ítalíu eins og víða annars staðar og ríkisstjórnin stendur í viðamiklum breytingum á opinbera geiranum. Bankarnir eru því sagðir mun viðkvæmari fyrir áföllum. Tíu af bönkunum 26 voru færðir í svokallaðan ruslflokk en stóru bankarnir tveir, fóru úr einkunninni A3 og niður í A2.

Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló

Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði.

Kauphöllina grunar markaðsmisnotkun

Íslenska kauphöllin vísaði einu máli til frekari rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) í aprílmánuði vegna gruns um markaðsmisnotkun. Alls hefur Kauphöllin vísað tveimur slíkum málum til eftirlitsins það sem af er árinu 2012. Hvorki FME né Kauphöllin vilja gefa upp hverjum málin tengjast né hvert umfang þeirra er.

Krugman: Evruragnarrök hugsanlega framundan

Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir "evruragnarrökum“ á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum.

Arion banki seldi skuldabréf fyrir 1.220 milljónir

Arion banki hf. lauk á föstudag, þann 11. maí, fyrsta útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1220 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15.

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu með rauðum tölum lækkunar í dag en áhyggjur fjárfesta vegna pólitískrar óvissu í Suður-Evrópu, þar helst Grikklandi, hafa farið vaxandi undanfarin misseri. Þannig lækkaði Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum um 0,53 prósent strax við opnun, og var lækkunin öðru fremur rakin til svartsýni á stöðu mála á mörkuðum í Evrópu.

Hlutabréf í Össuri lækka skarplega

Hlutabréf í Össuri, sem skráð er í kauphöllina hér á landi, hafa lækkað um 3,29 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 206. Annars hafa viðskiptin á markaðnum hér á landi verið frekar lítil í dag. Gengi bréfa í Marel hefur lækkað lítillega, eða um 0,3 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Högum lækkað um ríflega eitt prósent og er gengi bréfa félagsins nú 18,5.

Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár

Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur skilað til kauphallarinnar í New York. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.

Apple breytir auglýsingum sínum - iPad ekki 4G

Héðan í frá verður nýjasta spjaldtölva Apple, iPad, ekki auglýst sem 4G jaðartæki. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir auglýsingar sína eftir að í ljós kom að eiginleikar fjórðu kynslóðar farsímanetkerfa eru mismunandi milli landa — þannig er óvíst hvort að iPad geti í raun notast við 4G netkerfi mismunandi landa.

Gylfi: Full ástæða til þess að staldra við bónusa

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að kaupaukakerfum í nýju bönkunum og að full ástæða sé til þess að staldra við þegar hugmyndir um bónusa og kaupauka eru ræddar í tengslum við hina endurreistu banka. "Það er rétt að staldra við þegar kemur að kaupaukakerfum í bönkunum, ekki síst þegar skattgreiðendur eru stærstu eigendur. Bónusgreiðslur og kaupaukakerfi í bönkunum fyrir hrun þeirra var ein ástæða þess hvernig fór fyrir þeim, og ýtti undir fífldjarfa áhættu. En þrátt fyrir það, er ekki þar með sagt að öll kaupaukakerfi séu óréttlætanleg. Útfærslan er aðalatriði í þessu og þar þarf að vanda til verka,“ segir Gylfi.

Uppsagnir hjá JP Morgan í dag

Búist er við því að tilkynnt verði um afsagnir háttsettra stjóra hjá stórbankanum JP Morgan síðar í dag.

Forstjóri Yahoo laug til um prófgráðu sína

Forstjóri netrisans Yahoo, sem heldur úti einni af stærstu leitarvélum á Netin, hefur verið látinn taka pokann sinn. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera sú að stjórinn, Scott Thompson, laug til um námsferil sinn og sagðist vera með próf í tölvunarfræði sem var alls ekki raunin.

Hlutabréf falla skarplega í Evrópu

Hlutabréf í Evrópu hafa fallið skarplega í verði í morgun, en ástæðan er vaxandi hræðsla á mörkuðum við það að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu og taki upp drökmuna á nýjan leik. Samræmd hlutabréfavísitala fyrir Evrópu, DAX, hefur lækkað um 2,3 prósent það sem af er degi, en mesta lækkunin er á mörkuðum í Suður-Evrópu.

Bónusar eins og fyrir hrun ekki á dagskrá

Það kemur ekki til greina að hleypa kaupaukakerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir áform um kaupaukakerfi í Landsbankanum til komin vegna óska kröfuhafa.

Almennir kröfuhafar hafa fengið 73% af kröfum

Þrotabú Kaupþings Singer & Friedlander hefur greitt um 73% af 4,6 milljarða sterlingspunda kröfum til almennra kröfuhafa, nú þegar liðlega þrjú og hálft ár eru liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi. Upphæðin nemur um 930 milljörðum króna. Fjallað er um málið á vef Financial Times í dag en þar segir meðal annars að skelfing hafi gripið um sig meðal lánadrottna sem höfðu lagt bankanum til fé þegar hann hrundi.

Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúðabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík.

Jamie Dimon: Svona á ekki að stunda viðskipti

"Svona á ekki að stunda viðskipti," sagði Jamie Dimon, forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, í viðtali við New York Times í dag, og vitnaði til viðskipta bankans með fyrirtækjaskuldabréf sem bankinn tapaði tveimur milljörðum dala á.

Munu horfa til Haga þegar Eimskip fer á markað

Skráning Haga í Kauphöllina verður höfð til fyrirmyndar þegar Eimskip fer á markað í haust, segir Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Íslandsbanki og Straumur hafa verið fengnir til að sjá um ferlið.

Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo

Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður er orðinn einn af meðeigendum Ergo lögmanna í Turninum í Kópavogi. Eggert varð yfirlögfræðingur hjá Landsbankanum stuttu eftir að Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd yfir bankann og hefur starfað hjá skilanefnd og slitastjórn bankans síðan þá. Hann starfaði áður hjá Landsbankanum og hjá Kaupþingi. Eggert lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2003.

Allt eignasafn Horns fært inn í Landsbréf

Allt eignarsafn Horns hf, dótturfélags Landsbankans, verður fært inn í Landsbréf hf, sem einnig er dótturfélag Landsbankans. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að markmið bankans með þessu sé að koma á fót einu öflugasta rekstrarfélagi landsins á sviði eigna- og sjóðastýringar og skapa um leið tækifæri til samþættingar á starfsemi þessara fyrirtækja og hagræða í rekstri þeirra.

365 miðlar hafa tvær vikur til að svara kvörtun

365 miðlar munu hafa tvær vikur til þess að svara kvörtun sem útgefandi Viðskiptablaðsins sendi til Samkeppniseftirlitsins í dag. Útgáfufélag Viðskiptablaðsins sakar 365 miðla meðal annars um brot sem fela í sér í einkakaup, tryggðarafslætti, skaðlega undirverðlagningu og samtvinnun ólíkrar þjónustu.

Hagfræðideild Landsbankans býst við 25 punkta hækkun

Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd bankans muni hækka vexti bankans. Telur bankinn meiri líkur á því að vextir verði hækkaðir um 25 punkta frekar en 50 punkta hækkun. Peningastefnunefndin mun tilkynna vaxtaákvörðunina þann 16. maí næstkomandi. Samhliða vaxtaákvörðuninni mun SÍ kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Hagfræðideild telur líklegt að Seðlabankinn muni endurskoða verðbólguspá sína upp á við.

Myllusetur kvartar yfir 365-miðlum

Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar 365-miðla, sem reka m.a. Vísi.is, Fréttablaðið og Stöð 2, á markaðsráðandi stöðu sinni. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá útgefanda og stærsta eigand Viðskiptablaðsins, Pétri Árna Jónssyni, en hún er birt á vef Viðskiptablaðsins, vb.is.

Vísar ábyrgð á lögmannsstofuna

Kári Arnór, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, vísar ábyrgð á því að rúmlega 5 milljarða króna kröfu lífeyrissjóðsins í þrotabú Straums-Burðaráss hafi verið lýst of seint alfarið á lögmannsstofunna sem vann fyrir lífeyrissjóðinn.

Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið

Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð.

Sjá næstu 50 fréttir