Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2012 14:19 Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira