Fleiri fréttir Tap ríkisins vegna SpKef verður kunngjört í apríl Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður daganna 28. Og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins um málið. 21.3.2012 12:00 Skuldir Reykjavíkur samsvara 3 milljónum á hvern borgarbúa Heildarskuldir Reykjavíkurborgar nema nú um 317 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver borgarbúi skuldi tæplega 3 milljónir króna. 21.3.2012 10:33 Raunhækkun íbúðaverðs 3,2% á ári síðasta áratuginn Íbúðaverð á Íslandi hækkaði um 37% á tímabilinu frá 2001 til 2011 þegar búið er að taka tillit til verðbólgu. Að raunvirði hækkaði íbúðaverðið að jafnaði um 3,2% á ári á þessu tímabili. 21.3.2012 09:54 Vísitala íbúðaverðs í borginni lækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 332.2 stig í febrúar s.l. og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. 21.3.2012 09:13 Stýrivextir hækkaðir um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Fara þeir vextir því í 5%. 21.3.2012 08:58 Skuldir Kópavogs samsvara 1,3 milljónum á hvern íbúa Skuldir Kópavogsbæjar nema rétt tæpum 40 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver íbúi bæjarins skuldi sem svarar til 1,3 milljónum króna. 21.3.2012 08:45 Farþegar skemmtiferðaskipa ánægðir með Reykjavík Í árlegri könnun tímaritsins Cruise Insight sem gefið er út í Bretlandi og fjallar um skemmtiferðaskip, var Reykjavík sett í hóp viðkomustaða sem besti áfangastaður ársins fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Ferðaskrifstofan Iceland Travel fékk einnig viðurkenningu. 21.3.2012 08:20 Áhugi Íslendinga eykur sjálfstraust Kanadamanna Kanadískir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um áhuga Íslendinga á því að skipta út krónunni fyrir Kanadadollarann. Þetta hefur vakið athygli hins virta tímarits The Economist. 21.3.2012 07:24 Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. 21.3.2012 07:00 Krefst þess að tekið verði á vanda Landbúnaðarháskólans Ríkisendurskoðun segir að stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands hafi ekki tekist að láta enda ná saman í rekstrinum og skuldir hans eru miklar. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. 21.3.2012 06:50 Saudiaröbum gengur vel að tala niður olíuverðið Saudiarabar halda áfram að tala niður heimsmarkaðsverð á olíu og virðast vera að ná töluverðum árangri í þeim efnum. 21.3.2012 06:48 Áhrif gengislána á bankanna 64 milljarðar króna Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn mátu áhrifin af gengislánadómi Hæstaréttar frá fimmtánda febrúar síðastliðnum á tæplega sextíu og fjóra milljarða króna í uppgjörum sínum fyrir síðasta ár. Samanlagður hagnaður bankanna nam þrátt fyrir það tæplega 30 milljörðum. 20.3.2012 18:30 Ferðafélagið undirritar samning við Advania Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur. 20.3.2012 16:21 Heiðar Már: Tilrauninni með krónuna lokið Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir aðkallandi að taka peninga- og gjaldmiðlamál landsins til ítarlegrar skoðunar, það þoli enga bið. Heiðar Már er gestur nýjasta þáttarins af Klinkinu, spjallþáttar á viðskiptavef Vísis, þar sem hann ræðir um gjaldmiðlamál og stöðu mála hér á landi. "Tilrauninni með krónuna er lokið að mínu mati, og leiðin út úr þeim ógöngunum sem hagkerfið er í, með gjaldeyrishöftin, er að verða hluti af alþjóðlegu myntstarfi," segir Heiðar Már m.a. 20.3.2012 15:10 Húsasmiðjan verður formlega hluti af Bygma á morgun Húsasmiðjan verður formlega hluti af dönsku byggingavörukeðjunni Bygma, frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Peter Christiansen eigandi og stjórnarformaður Bygma að spennandi tímar séu framundan. 20.3.2012 11:57 Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn. 20.3.2012 11:32 Sorpa hyggur á eldsneytisframleiðslu Sorpa og Carbon Recycling International (CRI) hafa gengið til samstarfs um að kanna kosti þess að reisa og reka verksmiðju sem framleiðir fljótandi ökutækjaeldsneyti úr úrgangi af höfuðborgarsvæðinu. 20.3.2012 11:04 Rekstur Garðabæjar skilaði 352 milljóna afgangi Rekstur Garðabæjar í fyrra var jákvæður um 352 milljónir kr. sem er langt yfir áætlun sem gerði ráð fyrir afgangi upp á 75 milljónir kr. 20.3.2012 10:56 Spáir því að verðbólgan fari í 6,4% í mars Verðbólguspá IFS greiningar fyrir mars hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 1%. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 6,3% í 6,4%. 20.3.2012 09:50 Veltan á fasteignamarkaðinum eykst töluvert Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 93. Þetta er nokkru meira en nemur vikumeðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 86 samningar. 20.3.2012 09:38 Byggingarvísitalan hækkar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2012 er 113,4 stig sem er hækkun um 0,4% frá fyrri mánuði. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,9%, sem skýrir að mestu hækkun vísitölunnar milli mánaða, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 10,6%. 20.3.2012 09:28 Aflaverðmæti íslenskra skipa 20 milljörðum meira í fyrra en 2010 Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 153 milljörðum króna á árinu 2011 samanborið við tæpa 133 milljarða á árinu 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 20,3 milljarða króna eða 15,3% á milli ára, samkvæmt tölum um aflaverðmæti sem Hagstofa Íslands birti í morgun. 20.3.2012 09:03 Hagnaður Íslandsbanka nam 1,9 milljörðum króna Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi á árinu 2011 var 13,9 milljarðar króna, samanborið við 17,8 milljarða árið 2010. Hagnaður ársins eftir skatta að teknu tilliti til einskiptisliða, s.s. væntra áhrifa gengislánadómsins og niðurfærslu á viðskiptavild, nam 1,9 milljörðum króna, samanborið við 29,4 milljarða 2010. 20.3.2012 08:54 Myndin John Carter er ein dýrustu mistökin í sögu Hollywood Walt Disney mun neyðast til að afskrifa 200 milljónir dollara, eða rúmlega 25 milljarða króna, vegna afleits gengis myndarinnar John Carter í Bandaríkjunum og á heimsvísu. 20.3.2012 07:08 Saudiarabar ætla að lækka heimsmarkaðsverð á olíu Stjórnvöld í Saudi Arabíu eru byrjuð að beita sér fyrir því að lækka heimsmarkaðsverð á olíu. Stefnt er að því að ná verðinu niður í 100 dollara á tunnuna en Brent olían kostar rúmlega 125 dollara á tunnuna í augnablikinu. 20.3.2012 07:05 Allir búast við 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankinn tekur næstu ákvörðun um stýrivexti sína á morgun, miðvikudag. Allar greiningar bankanna gera ráð fyrir því að stýrivextir bankans verði hækkaðir um 0,25 prósentustig og fari þar með í 5%. 20.3.2012 06:49 Eiga meira fé en þeir koma í lóg Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. 20.3.2012 05:00 Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans. 19.3.2012 22:40 Greiningardeild Arion Banka spáir hækkun stýrivaxta Greiningardeild Arion Banka spáir því að Peningastefnunefnd ákveði að hækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 25 punkta á miðvikudaginn. 19.3.2012 16:33 Grænar tölur hækkunar í Kauphöll Íslands Grænar tölur hækkunar hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í smásölufyrirtækinu Högum hefur hækkað um 1,7 prósent í dag og stendur gengi bréfa félagsins nú í 17,9. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 0,68 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 5,95. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 0,69 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 146. Þá hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 0,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 204. 19.3.2012 16:11 Apple greiðir hluthöfum arð Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári. 19.3.2012 13:53 Apple tilkynnir áform um lausafé Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu. 19.3.2012 11:46 Roubini: Heimurinn getur enn hrunið Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu. 19.3.2012 11:09 Sjálfkjörið í stjórn Icelandair Sjálfkjörið verður í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins á föstudaginn kemur en fimm gefa kost á sér í stjórnina. 19.3.2012 10:25 Drífa kaupir Víkurprjón Drífa ehf sem á m.a. vörumerkið Icewear hefur keypt Víkurprjón ehf í Vík í Mýrdal. Í tilkynningu frá Drífu segir að stefnt sé að því að reka fyrirtækið áfram í óbreyttri mynd. 19.3.2012 10:14 Íslendingar bera traust til vinnuveitenda sinna Íslendingar treysta vinnuveitendum sínum mjög vel en traust til vinnuveitenda fær mjög háa einkunn í árlegum mælingum Capacent á trausti. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. 19.3.2012 09:15 Tískudrottning krefst 100 milljarða í skaðabætur frá Kaupþingi Tískudrottningin Karen Millen og Kevin Stanford fyrrum eiginmaður hennar ætla í mál við Kaupþing í Lúxemborg. Þau gera skaðabótakröfur upp á 500 milljónir punda eða um 100 milljarða króna gegn bankanum. 19.3.2012 07:56 Netið myndar 8,3% af landsframleiðslu Bretlands Netið leggur til um 8,3% af landsframleiðslu Bretland og er þetta hæsta hlutfallið meðal G-20 ríkjanna. 19.3.2012 07:08 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert að nýju eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði fyrir helgina að ekkert samkomulag lægi fyrir um sölu úr olíubirgðum Bandaríkjanna og Bretlands. 19.3.2012 06:54 Reykjaneshöfn getur staðið í skilum þrátt fyrir kísilklúður Reykjaneshöfn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að þótt hætt verði við áform Íslenska kísilfélagsins um framkvæmdir í Helguvík mun það ekki hafa áhrif á getu Reykjaneshafnar til að greiða af skuldum sínum. 19.3.2012 06:49 FME: Gengisdómur ógnar ekki fjármálastöðugleikanum Fjármálaeftirlitið (FME) telur að nýjasti gengislánadómur Hæstaréttar ógni ekki fjármálastöðugleika landsins. 19.3.2012 06:43 Aflaverðmæti jókst um 28% Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Þessi aukning felst að langmestu leyti í tæplega 270.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 173.000 tonn í febrúar 2011. Aflaverðmæti á föstu verði var 28,7% meira í síðasta mánuði en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011.- þj 19.3.2012 06:00 Samstaða um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið segir þingmenn ætla að drífa í breytingunni. 19.3.2012 00:01 Steinþór ekki hálfdrættingur á við Höskuld Það lætur nærri að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafi verið með þrefalt hærri mánaðarlaun á síðasta ári en Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Samkvæmt ársreikningi Arion banka voru heildarlaun Höskuldar 37,1 milljón króna. Það er að meðaltali 3,1 milljón á mánuði. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Landsbankans voru heildarlaun Steinþórs á síðasta ári aftur á móti 13,9 milljónir króna, sem gerir tæplega 1,2 milljónir á mánuði. 18.3.2012 20:22 Hátt í 200 fengu aðstoð frá Lögréttu Hátt í tvö hundruð manns fengu aðstoð við skattframtalið sitt í dag hjá hjálpsömum lögfræðinemum. Meirihluti þeirra sem þurftu aðstoð var útlendingar. Það kvíða margir fyrir að opna skattframtalið og færa inn fjárhagsbókhald heimilisins fyrir síðasta ár, og þó svo að mikið af upplýsingum komi sjálfkrafa inn þá er ýmislegt sem getur vafist fyrir fólki. Það var því fullt út úr dyrum hjá Háskólanum í Reykjavík í dag þegar Lögrétta, félag lögfræðinema við Háskólann í Reykjavík buðu upp á endurgjaldslausa aðstoð við skattframtalið. 18.3.2012 19:18 Sjá næstu 50 fréttir
Tap ríkisins vegna SpKef verður kunngjört í apríl Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður daganna 28. Og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins um málið. 21.3.2012 12:00
Skuldir Reykjavíkur samsvara 3 milljónum á hvern borgarbúa Heildarskuldir Reykjavíkurborgar nema nú um 317 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver borgarbúi skuldi tæplega 3 milljónir króna. 21.3.2012 10:33
Raunhækkun íbúðaverðs 3,2% á ári síðasta áratuginn Íbúðaverð á Íslandi hækkaði um 37% á tímabilinu frá 2001 til 2011 þegar búið er að taka tillit til verðbólgu. Að raunvirði hækkaði íbúðaverðið að jafnaði um 3,2% á ári á þessu tímabili. 21.3.2012 09:54
Vísitala íbúðaverðs í borginni lækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 332.2 stig í febrúar s.l. og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. 21.3.2012 09:13
Stýrivextir hækkaðir um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Fara þeir vextir því í 5%. 21.3.2012 08:58
Skuldir Kópavogs samsvara 1,3 milljónum á hvern íbúa Skuldir Kópavogsbæjar nema rétt tæpum 40 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver íbúi bæjarins skuldi sem svarar til 1,3 milljónum króna. 21.3.2012 08:45
Farþegar skemmtiferðaskipa ánægðir með Reykjavík Í árlegri könnun tímaritsins Cruise Insight sem gefið er út í Bretlandi og fjallar um skemmtiferðaskip, var Reykjavík sett í hóp viðkomustaða sem besti áfangastaður ársins fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Ferðaskrifstofan Iceland Travel fékk einnig viðurkenningu. 21.3.2012 08:20
Áhugi Íslendinga eykur sjálfstraust Kanadamanna Kanadískir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um áhuga Íslendinga á því að skipta út krónunni fyrir Kanadadollarann. Þetta hefur vakið athygli hins virta tímarits The Economist. 21.3.2012 07:24
Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. 21.3.2012 07:00
Krefst þess að tekið verði á vanda Landbúnaðarháskólans Ríkisendurskoðun segir að stjórnendum Landbúnaðarháskóla Íslands hafi ekki tekist að láta enda ná saman í rekstrinum og skuldir hans eru miklar. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. 21.3.2012 06:50
Saudiaröbum gengur vel að tala niður olíuverðið Saudiarabar halda áfram að tala niður heimsmarkaðsverð á olíu og virðast vera að ná töluverðum árangri í þeim efnum. 21.3.2012 06:48
Áhrif gengislána á bankanna 64 milljarðar króna Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn mátu áhrifin af gengislánadómi Hæstaréttar frá fimmtánda febrúar síðastliðnum á tæplega sextíu og fjóra milljarða króna í uppgjörum sínum fyrir síðasta ár. Samanlagður hagnaður bankanna nam þrátt fyrir það tæplega 30 milljörðum. 20.3.2012 18:30
Ferðafélagið undirritar samning við Advania Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur. 20.3.2012 16:21
Heiðar Már: Tilrauninni með krónuna lokið Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir aðkallandi að taka peninga- og gjaldmiðlamál landsins til ítarlegrar skoðunar, það þoli enga bið. Heiðar Már er gestur nýjasta þáttarins af Klinkinu, spjallþáttar á viðskiptavef Vísis, þar sem hann ræðir um gjaldmiðlamál og stöðu mála hér á landi. "Tilrauninni með krónuna er lokið að mínu mati, og leiðin út úr þeim ógöngunum sem hagkerfið er í, með gjaldeyrishöftin, er að verða hluti af alþjóðlegu myntstarfi," segir Heiðar Már m.a. 20.3.2012 15:10
Húsasmiðjan verður formlega hluti af Bygma á morgun Húsasmiðjan verður formlega hluti af dönsku byggingavörukeðjunni Bygma, frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Peter Christiansen eigandi og stjórnarformaður Bygma að spennandi tímar séu framundan. 20.3.2012 11:57
Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn. 20.3.2012 11:32
Sorpa hyggur á eldsneytisframleiðslu Sorpa og Carbon Recycling International (CRI) hafa gengið til samstarfs um að kanna kosti þess að reisa og reka verksmiðju sem framleiðir fljótandi ökutækjaeldsneyti úr úrgangi af höfuðborgarsvæðinu. 20.3.2012 11:04
Rekstur Garðabæjar skilaði 352 milljóna afgangi Rekstur Garðabæjar í fyrra var jákvæður um 352 milljónir kr. sem er langt yfir áætlun sem gerði ráð fyrir afgangi upp á 75 milljónir kr. 20.3.2012 10:56
Spáir því að verðbólgan fari í 6,4% í mars Verðbólguspá IFS greiningar fyrir mars hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 1%. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 6,3% í 6,4%. 20.3.2012 09:50
Veltan á fasteignamarkaðinum eykst töluvert Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 93. Þetta er nokkru meira en nemur vikumeðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 86 samningar. 20.3.2012 09:38
Byggingarvísitalan hækkar Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2012 er 113,4 stig sem er hækkun um 0,4% frá fyrri mánuði. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,9%, sem skýrir að mestu hækkun vísitölunnar milli mánaða, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 10,6%. 20.3.2012 09:28
Aflaverðmæti íslenskra skipa 20 milljörðum meira í fyrra en 2010 Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 153 milljörðum króna á árinu 2011 samanborið við tæpa 133 milljarða á árinu 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 20,3 milljarða króna eða 15,3% á milli ára, samkvæmt tölum um aflaverðmæti sem Hagstofa Íslands birti í morgun. 20.3.2012 09:03
Hagnaður Íslandsbanka nam 1,9 milljörðum króna Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi á árinu 2011 var 13,9 milljarðar króna, samanborið við 17,8 milljarða árið 2010. Hagnaður ársins eftir skatta að teknu tilliti til einskiptisliða, s.s. væntra áhrifa gengislánadómsins og niðurfærslu á viðskiptavild, nam 1,9 milljörðum króna, samanborið við 29,4 milljarða 2010. 20.3.2012 08:54
Myndin John Carter er ein dýrustu mistökin í sögu Hollywood Walt Disney mun neyðast til að afskrifa 200 milljónir dollara, eða rúmlega 25 milljarða króna, vegna afleits gengis myndarinnar John Carter í Bandaríkjunum og á heimsvísu. 20.3.2012 07:08
Saudiarabar ætla að lækka heimsmarkaðsverð á olíu Stjórnvöld í Saudi Arabíu eru byrjuð að beita sér fyrir því að lækka heimsmarkaðsverð á olíu. Stefnt er að því að ná verðinu niður í 100 dollara á tunnuna en Brent olían kostar rúmlega 125 dollara á tunnuna í augnablikinu. 20.3.2012 07:05
Allir búast við 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankinn tekur næstu ákvörðun um stýrivexti sína á morgun, miðvikudag. Allar greiningar bankanna gera ráð fyrir því að stýrivextir bankans verði hækkaðir um 0,25 prósentustig og fari þar með í 5%. 20.3.2012 06:49
Eiga meira fé en þeir koma í lóg Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. 20.3.2012 05:00
Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans. 19.3.2012 22:40
Greiningardeild Arion Banka spáir hækkun stýrivaxta Greiningardeild Arion Banka spáir því að Peningastefnunefnd ákveði að hækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 25 punkta á miðvikudaginn. 19.3.2012 16:33
Grænar tölur hækkunar í Kauphöll Íslands Grænar tölur hækkunar hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í smásölufyrirtækinu Högum hefur hækkað um 1,7 prósent í dag og stendur gengi bréfa félagsins nú í 17,9. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 0,68 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 5,95. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 0,69 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 146. Þá hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 0,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 204. 19.3.2012 16:11
Apple greiðir hluthöfum arð Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári. 19.3.2012 13:53
Apple tilkynnir áform um lausafé Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu. 19.3.2012 11:46
Roubini: Heimurinn getur enn hrunið Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu. 19.3.2012 11:09
Sjálfkjörið í stjórn Icelandair Sjálfkjörið verður í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins á föstudaginn kemur en fimm gefa kost á sér í stjórnina. 19.3.2012 10:25
Drífa kaupir Víkurprjón Drífa ehf sem á m.a. vörumerkið Icewear hefur keypt Víkurprjón ehf í Vík í Mýrdal. Í tilkynningu frá Drífu segir að stefnt sé að því að reka fyrirtækið áfram í óbreyttri mynd. 19.3.2012 10:14
Íslendingar bera traust til vinnuveitenda sinna Íslendingar treysta vinnuveitendum sínum mjög vel en traust til vinnuveitenda fær mjög háa einkunn í árlegum mælingum Capacent á trausti. Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. 19.3.2012 09:15
Tískudrottning krefst 100 milljarða í skaðabætur frá Kaupþingi Tískudrottningin Karen Millen og Kevin Stanford fyrrum eiginmaður hennar ætla í mál við Kaupþing í Lúxemborg. Þau gera skaðabótakröfur upp á 500 milljónir punda eða um 100 milljarða króna gegn bankanum. 19.3.2012 07:56
Netið myndar 8,3% af landsframleiðslu Bretlands Netið leggur til um 8,3% af landsframleiðslu Bretland og er þetta hæsta hlutfallið meðal G-20 ríkjanna. 19.3.2012 07:08
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert að nýju eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði fyrir helgina að ekkert samkomulag lægi fyrir um sölu úr olíubirgðum Bandaríkjanna og Bretlands. 19.3.2012 06:54
Reykjaneshöfn getur staðið í skilum þrátt fyrir kísilklúður Reykjaneshöfn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að þótt hætt verði við áform Íslenska kísilfélagsins um framkvæmdir í Helguvík mun það ekki hafa áhrif á getu Reykjaneshafnar til að greiða af skuldum sínum. 19.3.2012 06:49
FME: Gengisdómur ógnar ekki fjármálastöðugleikanum Fjármálaeftirlitið (FME) telur að nýjasti gengislánadómur Hæstaréttar ógni ekki fjármálastöðugleika landsins. 19.3.2012 06:43
Aflaverðmæti jókst um 28% Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Þessi aukning felst að langmestu leyti í tæplega 270.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 173.000 tonn í febrúar 2011. Aflaverðmæti á föstu verði var 28,7% meira í síðasta mánuði en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011.- þj 19.3.2012 06:00
Samstaða um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið segir þingmenn ætla að drífa í breytingunni. 19.3.2012 00:01
Steinþór ekki hálfdrættingur á við Höskuld Það lætur nærri að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafi verið með þrefalt hærri mánaðarlaun á síðasta ári en Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Samkvæmt ársreikningi Arion banka voru heildarlaun Höskuldar 37,1 milljón króna. Það er að meðaltali 3,1 milljón á mánuði. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Landsbankans voru heildarlaun Steinþórs á síðasta ári aftur á móti 13,9 milljónir króna, sem gerir tæplega 1,2 milljónir á mánuði. 18.3.2012 20:22
Hátt í 200 fengu aðstoð frá Lögréttu Hátt í tvö hundruð manns fengu aðstoð við skattframtalið sitt í dag hjá hjálpsömum lögfræðinemum. Meirihluti þeirra sem þurftu aðstoð var útlendingar. Það kvíða margir fyrir að opna skattframtalið og færa inn fjárhagsbókhald heimilisins fyrir síðasta ár, og þó svo að mikið af upplýsingum komi sjálfkrafa inn þá er ýmislegt sem getur vafist fyrir fólki. Það var því fullt út úr dyrum hjá Háskólanum í Reykjavík í dag þegar Lögrétta, félag lögfræðinema við Háskólann í Reykjavík buðu upp á endurgjaldslausa aðstoð við skattframtalið. 18.3.2012 19:18