Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan fari í 6,4% í mars

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir mars hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 1%. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 6,3% í 6,4%.

Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli hækkar úr 6,8% í 9,7%. Í tilkynningu segir að verðbólgan aukist vegna þess að útsöluáhrifin frá fyrri mánuðum ársins haldi áfram að ganga til baka í mars, eins og í febrúar, matarkarfan hefur hækkað töluvert og umtalsverðar hækkanir hafi orðið á bensíni og dísilolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×