Viðskipti innlent

Sjálfkjörið í stjórn Icelandair

Sjálfkjörið verður í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins á föstudaginn kemur en fimm gefa kost á sér í stjórnina.

Ein breyting verður á stjórninni, Finnbogi Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins fer úr henni og tekur Ásthildur Margrét Otharsdóttir sæti hans.

Í tilkynningu segir að nýja stjórnin verði skipuð þeim Ásthildi Margréti Otharsdóttur, Herdísi Dröfn Fjeldsted, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, Úlfari Steindórssyni og Sigurði Helgasyni, sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×