Fleiri fréttir 38 milljarðar afskrifaðir vegna gengisdóms Landsbankinn færði eignir sínar niður um 38 milljarða króna vegna endurreiknings á gengislánum eftir dóm Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem gefinn var út í gær. 17.3.2012 06:00 Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. 16.3.2012 20:00 Íslandsbanki verði seldur fyrst Bankasýsla ríkisins telur hyggilegt, að ráðist verði fyrst í sölu minnstu eignarhluta, sem stofnunin fer með, og síðar í sölu stærri eignarhluta, og þá jafnvel í nokkrum áföngum. Í þessu felst, að gera má ráð fyrir því, að fyrst verði lagt til að ráðist verði í sölu eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs. 16.3.2012 16:19 Sex milljarða rekstrarbati hjá Orkuveitunni Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára samkvæmt ársreikningi Orkuveitunnar. Þar kemur fram að launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur. 16.3.2012 14:31 Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 436,2 milljónum USD (55,4 ma.kr.) sem er 15,5% aukning frá árinu áður samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar. 16.3.2012 14:14 Snertilaus snjallsími frá Sony Japanski raftækjarisinn Sony hefur þróað snjallsíma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá. 16.3.2012 17:00 Skref fyrir skref: Einföld en glæsileg greiðsla fyrir árshátíðina Hárið var undirbúið vel með því að þvo það upp úr Trevor Sorbie Ice Cool Platinum sjampói og næringu. Ice Cool Platinum sjampóið hentar ljósu hári einkar vel, gefur mikla næringu og kemur í veg fyrir gula slikju sem gjarnan getur myndast í hárlit. 16.3.2012 15:30 Iceland Express flýgur til Kölnar Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní en flogið verður tvisvar í viku. Í tilkynningu segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, það vera ánægjulegt að bæta Köln við metnaðarfulla sumaráætlun félagsins og auðvelda þar með fleiri Þjóðverjum að heimsækja Ísland og auka um leið ferðamöguleika Íslendinga í Þýskalandi. 16.3.2012 14:00 Stjórnarformaður Össurar hraunar yfir íslenskt viðskiptaumhverfi Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf. notaði tækifærið í ræðu sinni á aðalfundi félagsins til að hrauna yfir íslenskt viðskiptaumhverfi. Jacobsen var enn harðorðari nú en í ræðu sinni á þessum fundi í fyrra. 16.3.2012 11:16 Norski olíusjóðurinn tapaði 1.900 milljörðum í fyrra Norski olíusjóðurinn tapaði 86 milljörðum norskra króna á síðasta ári eða sem svarar til 1.900 milljarða króna. 16.3.2012 09:38 Risavaxið uppboð á munum úr flaki Titanic Risavaxið uppboð verður haldið í næsta mánuði á munum úr Titanic, þekktasta skipsflaki sögunnar. 16.3.2012 09:29 Laun hækkuðu um 6,7% milli ára Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,6% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,4%. 16.3.2012 09:19 Endurgreiðsla Seðlabankans er toppfrétt í Noregi Endurgreiðsla ríkissjóðs og Seðlabankans á hluta af lánum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum löngu fyrir gjalddaga þeirra hefur vakið mikla athygli í Noregi. 16.3.2012 09:04 SWIFT lokar fyrir alla greiðslumiðlun til og frá Íran Alþjóða bankagreiðslukerfið SWIFT lokar á morgun, laugardag, fyrir öll samskipti við íranska banka. 16.3.2012 07:50 Argentínumenn hóta olíufélögum málaferlum Enn versna samskiptin milli Argentínu og Bretlands vegna Falklandseyja en stjórnvöld í Argentínu hafa hótað því að hefja alþjóðlegar málssóknir gegn öllum þeim félögum sem hyggjast vinna olíu við Falklandseyjar. 16.3.2012 07:47 Fundu mikið magn af olíu undan ströndum Írlands Írskt olíufélag hefur tilkynnt að það hafi fundið töluvert magn af olíu undan ströndum Írlands en um er að ræða fyrsta stóra olíufundinn við Írland. 16.3.2012 07:25 Mikið magn af gulli finnst í Eþíópíu Mikið magn af gulli hefur fundist í suðurhluta Eþíópíu en talið er að hægt sé að vinna um 10 tonn af ári þar næstu áratugina. 16.3.2012 07:04 Endurgreiða 116 milljarða af lánum frá AGS og Norðurlöndum Ríkissjóður og Seðlabankinn hafa ákveðið að endurgreiða 116 milljarða kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum. 16.3.2012 07:01 Íhugar að höfða mál vegna ólögmætra gengislána Rætt var við framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jarðmótunar sem varð gjaldþrota fyrir tveimur árum. Hann íhugar nú að höfða á hendur fjármögnunarfyrirtæki sem hann skipti við. 15.3.2012 20:30 Hækkun og lækkun á mörkuðum Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203. 15.3.2012 20:19 Apple nær nýjum hæðum Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. 15.3.2012 20:15 "Það borgar sig ekki að spara" "Það borgar sig ekki að spara,“ sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. "Fólki er beinlínis refsað fyrir það.“ 15.3.2012 17:30 Slitastjórn greiðir 105 milljarða í forgangskröfur Slitastjórn Glitnis hf. tilkynnir hér með að greiðslur til forgangskröfuhafa Glitnis fara fram föstudaginn 16. mars 2012. Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn var kröfuhafafundur haldinn 31. janúar 2012, þar kynnti slitastjórn Glitnis tillögu um greiðslur til forgangskröfuhafa, þar sem farið var yfir eftirfarandi þætti: 15.3.2012 13:38 Svana fyrst kvenna til að gegna formennsku í SI Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Hún fékk tæp 59 prósent atkvæða en þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns, að því er fram kemur í tilkynningu. 15.3.2012 12:29 Spáir 16% hækkun á íbúðaverði fram til ársloka 2013 Greining Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun á íbúðarhúsnæði og að íbúðaverð muni hækka um 16% að nafnverði yfir þetta og næsta ár. 15.3.2012 11:13 Áhrif gengislánadóms 13,8 milljarðar hjá Arion banka Dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári, er varðar gengistryggð lán, hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka fyrir árið 2011 upp á sem nemur 13,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna uppgjörs fyrir árið 2011. 15.3.2012 10:18 Afsagnarbréf hefur kostað Goldman Sachs 250 milljarða Opinbert afsagnarbréf starfsmanns hjá Goldman Sachs bankanum í Bandaríkjunum hefur kostað eigendur bankans um 250 milljarða króna á hlutabréfamarkaðinum á Wall Street. 15.3.2012 10:17 Fá starfsleyfi á Jamaíka Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíka. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíka sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo. 15.3.2012 10:11 Mikil auknin á launakostnaði milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11,1% á fjórða ársfjórðungi ársins í fyrra miðað við fyrri ársfjórðung í samgöngum og flutningum, 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,3% í iðnaði og 6,4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 15.3.2012 09:17 Heildaraflinn jókst um 28,7% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 28,7% meiri en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011. 15.3.2012 09:04 Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair til og frá Kaupmannahöfn Farþegum Icelandair til og frá Kaupmannahöfn fjölgaði um 24 þúsund á síðasta ári. Félagið hefur aukið markaðshlutdeild sína á flugleiðinni milli dönsku höfuðborgarinnar og Keflavíkur töluvert síðustu ár á kostnað Iceland Express. Á síðasta ári voru farþegar íslenska félagsins, á þessari flugleið, 273 þúsund talsins. 15.3.2012 08:00 NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lækkað vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess árangurs sem náðst hefur í snúa rekstri Okurveitunnar til betri vegar. 15.3.2012 07:06 Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku. 15.3.2012 07:00 Landsbankinn selur hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða Landsbankinn hefur selt 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Marel í útboði bankans sem lauk síðdegis í gær en fjárfestar óskuðu eftir að kaupa tvöfalt það magn af hlutum sem voru í boði. 15.3.2012 06:54 Seðlabankinn kaupir evrur og krónur Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu um næstu evru og krónutilboð sín en þau eru næsta þrep bankans í að létta á gjaldeyrishöftunum 15.3.2012 06:49 Landsbankinn sér um útgáfu Stjórn Totusar ehf., félags um eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur ákveðið að taka tilboði Landsbankans um umsjón með útgáfu skuldabréfa sem félagið hyggst gefa út. Skuldabréf að upphæð 18,5 milljarða króna verða gefin út til að endurfjármagna framkvæmdirnar við húsið. Með útgáfunni verða framkvæmdirnar fullfjármagnaðar og í kjölfarið verður sambankalán, sem tekið var vegna framkvæmdanna í ársbyrjun 2010, greitt upp.- mþl 15.3.2012 06:30 Kjörin formaður SI Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf. 15.3.2012 12:20 Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að. 14.3.2012 20:15 Yoyo opnaði á Spáni Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung. 14.3.2012 17:01 Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið" "Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga fyrir ykkur." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag. 14.3.2012 14:05 Grindavík aðili að íslenska jarðvarmaklasanum Grindavíkurbær hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi, gerst aðili að íslenska jarðvarmaklasanum. Í tilkynningu segir að aðilar að samstarfinu í íslenska jarðvarmaklasanum séu núna orðnir 68 talsins. "Vinnan hverfist kringum 10 samstarfsverkefni af ólíkum toga. Þar má nefna nýsköpunarverkefni, menntun, markaðs-mál jarðvarmans, gagnaöflun, fjármögnun, stjórnun klasans og svo mætti áfram telja. Grindavíkurbær hefur hug á að leggja til vinnu við skilgreiningu á starfsskilyrðum jarðvarmagreinarinnar gagnvart sveitarfélögum. Auk þess hafa bæjaryfirvöld áhuga á að koma að uppbyggingu Auðlindagarðsins á Reykjanesi sem er eitt af viðfangefnum klasasamstarfsins. Grindvíkingar voru frumkvöðlar í nýtingu jarðvarma á Íslandi með byggingu jarðorkuversins í Svartsengi. Frá þeim tíma hefur jarðorkan verið nýtt til ýmissa hluta allt frá húshitun til fiskeldis og ferðaþjónustu. Bláa lónið er gott dæmi um notkun jarðvarma til uppbyggingar í ferðaþjónustu.“ 14.3.2012 16:43 Atvinnuleysi 8,4 prósent í Bretlandi Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um 28 þúsund á undanförnum þremur mánuðum og mælist atvinnuleysið nú 8,4 prósent. Það jafngildir því að 2,67 milljónir manna séu án vinnu, samkvæmt tölu sem breska hagstofna birti í morgun og breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um í kjölfarið. 14.3.2012 12:23 Verðbólgan hvergi hærri en á Íslandi Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu sem Hagstofa Evrópusambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verðbólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verðhjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%. 14.3.2012 10:35 Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð. 14.3.2012 10:09 Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum. 14.3.2012 08:33 Sjá næstu 50 fréttir
38 milljarðar afskrifaðir vegna gengisdóms Landsbankinn færði eignir sínar niður um 38 milljarða króna vegna endurreiknings á gengislánum eftir dóm Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem gefinn var út í gær. 17.3.2012 06:00
Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. 16.3.2012 20:00
Íslandsbanki verði seldur fyrst Bankasýsla ríkisins telur hyggilegt, að ráðist verði fyrst í sölu minnstu eignarhluta, sem stofnunin fer með, og síðar í sölu stærri eignarhluta, og þá jafnvel í nokkrum áföngum. Í þessu felst, að gera má ráð fyrir því, að fyrst verði lagt til að ráðist verði í sölu eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs. 16.3.2012 16:19
Sex milljarða rekstrarbati hjá Orkuveitunni Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára samkvæmt ársreikningi Orkuveitunnar. Þar kemur fram að launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur. 16.3.2012 14:31
Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 436,2 milljónum USD (55,4 ma.kr.) sem er 15,5% aukning frá árinu áður samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar. 16.3.2012 14:14
Snertilaus snjallsími frá Sony Japanski raftækjarisinn Sony hefur þróað snjallsíma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá. 16.3.2012 17:00
Skref fyrir skref: Einföld en glæsileg greiðsla fyrir árshátíðina Hárið var undirbúið vel með því að þvo það upp úr Trevor Sorbie Ice Cool Platinum sjampói og næringu. Ice Cool Platinum sjampóið hentar ljósu hári einkar vel, gefur mikla næringu og kemur í veg fyrir gula slikju sem gjarnan getur myndast í hárlit. 16.3.2012 15:30
Iceland Express flýgur til Kölnar Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní en flogið verður tvisvar í viku. Í tilkynningu segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, það vera ánægjulegt að bæta Köln við metnaðarfulla sumaráætlun félagsins og auðvelda þar með fleiri Þjóðverjum að heimsækja Ísland og auka um leið ferðamöguleika Íslendinga í Þýskalandi. 16.3.2012 14:00
Stjórnarformaður Össurar hraunar yfir íslenskt viðskiptaumhverfi Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf. notaði tækifærið í ræðu sinni á aðalfundi félagsins til að hrauna yfir íslenskt viðskiptaumhverfi. Jacobsen var enn harðorðari nú en í ræðu sinni á þessum fundi í fyrra. 16.3.2012 11:16
Norski olíusjóðurinn tapaði 1.900 milljörðum í fyrra Norski olíusjóðurinn tapaði 86 milljörðum norskra króna á síðasta ári eða sem svarar til 1.900 milljarða króna. 16.3.2012 09:38
Risavaxið uppboð á munum úr flaki Titanic Risavaxið uppboð verður haldið í næsta mánuði á munum úr Titanic, þekktasta skipsflaki sögunnar. 16.3.2012 09:29
Laun hækkuðu um 6,7% milli ára Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,6% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,4%. 16.3.2012 09:19
Endurgreiðsla Seðlabankans er toppfrétt í Noregi Endurgreiðsla ríkissjóðs og Seðlabankans á hluta af lánum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum löngu fyrir gjalddaga þeirra hefur vakið mikla athygli í Noregi. 16.3.2012 09:04
SWIFT lokar fyrir alla greiðslumiðlun til og frá Íran Alþjóða bankagreiðslukerfið SWIFT lokar á morgun, laugardag, fyrir öll samskipti við íranska banka. 16.3.2012 07:50
Argentínumenn hóta olíufélögum málaferlum Enn versna samskiptin milli Argentínu og Bretlands vegna Falklandseyja en stjórnvöld í Argentínu hafa hótað því að hefja alþjóðlegar málssóknir gegn öllum þeim félögum sem hyggjast vinna olíu við Falklandseyjar. 16.3.2012 07:47
Fundu mikið magn af olíu undan ströndum Írlands Írskt olíufélag hefur tilkynnt að það hafi fundið töluvert magn af olíu undan ströndum Írlands en um er að ræða fyrsta stóra olíufundinn við Írland. 16.3.2012 07:25
Mikið magn af gulli finnst í Eþíópíu Mikið magn af gulli hefur fundist í suðurhluta Eþíópíu en talið er að hægt sé að vinna um 10 tonn af ári þar næstu áratugina. 16.3.2012 07:04
Endurgreiða 116 milljarða af lánum frá AGS og Norðurlöndum Ríkissjóður og Seðlabankinn hafa ákveðið að endurgreiða 116 milljarða kr. af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndunum. 16.3.2012 07:01
Íhugar að höfða mál vegna ólögmætra gengislána Rætt var við framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jarðmótunar sem varð gjaldþrota fyrir tveimur árum. Hann íhugar nú að höfða á hendur fjármögnunarfyrirtæki sem hann skipti við. 15.3.2012 20:30
Hækkun og lækkun á mörkuðum Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203. 15.3.2012 20:19
Apple nær nýjum hæðum Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. 15.3.2012 20:15
"Það borgar sig ekki að spara" "Það borgar sig ekki að spara,“ sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. "Fólki er beinlínis refsað fyrir það.“ 15.3.2012 17:30
Slitastjórn greiðir 105 milljarða í forgangskröfur Slitastjórn Glitnis hf. tilkynnir hér með að greiðslur til forgangskröfuhafa Glitnis fara fram föstudaginn 16. mars 2012. Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn var kröfuhafafundur haldinn 31. janúar 2012, þar kynnti slitastjórn Glitnis tillögu um greiðslur til forgangskröfuhafa, þar sem farið var yfir eftirfarandi þætti: 15.3.2012 13:38
Svana fyrst kvenna til að gegna formennsku í SI Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Hún fékk tæp 59 prósent atkvæða en þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns, að því er fram kemur í tilkynningu. 15.3.2012 12:29
Spáir 16% hækkun á íbúðaverði fram til ársloka 2013 Greining Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun á íbúðarhúsnæði og að íbúðaverð muni hækka um 16% að nafnverði yfir þetta og næsta ár. 15.3.2012 11:13
Áhrif gengislánadóms 13,8 milljarðar hjá Arion banka Dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári, er varðar gengistryggð lán, hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka fyrir árið 2011 upp á sem nemur 13,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna uppgjörs fyrir árið 2011. 15.3.2012 10:18
Afsagnarbréf hefur kostað Goldman Sachs 250 milljarða Opinbert afsagnarbréf starfsmanns hjá Goldman Sachs bankanum í Bandaríkjunum hefur kostað eigendur bankans um 250 milljarða króna á hlutabréfamarkaðinum á Wall Street. 15.3.2012 10:17
Fá starfsleyfi á Jamaíka Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíka. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíka sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo. 15.3.2012 10:11
Mikil auknin á launakostnaði milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11,1% á fjórða ársfjórðungi ársins í fyrra miðað við fyrri ársfjórðung í samgöngum og flutningum, 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,3% í iðnaði og 6,4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 15.3.2012 09:17
Heildaraflinn jókst um 28,7% milli ára í febrúar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 28,7% meiri en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011. 15.3.2012 09:04
Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair til og frá Kaupmannahöfn Farþegum Icelandair til og frá Kaupmannahöfn fjölgaði um 24 þúsund á síðasta ári. Félagið hefur aukið markaðshlutdeild sína á flugleiðinni milli dönsku höfuðborgarinnar og Keflavíkur töluvert síðustu ár á kostnað Iceland Express. Á síðasta ári voru farþegar íslenska félagsins, á þessari flugleið, 273 þúsund talsins. 15.3.2012 08:00
NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lækkað vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess árangurs sem náðst hefur í snúa rekstri Okurveitunnar til betri vegar. 15.3.2012 07:06
Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku. 15.3.2012 07:00
Landsbankinn selur hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða Landsbankinn hefur selt 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Marel í útboði bankans sem lauk síðdegis í gær en fjárfestar óskuðu eftir að kaupa tvöfalt það magn af hlutum sem voru í boði. 15.3.2012 06:54
Seðlabankinn kaupir evrur og krónur Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu um næstu evru og krónutilboð sín en þau eru næsta þrep bankans í að létta á gjaldeyrishöftunum 15.3.2012 06:49
Landsbankinn sér um útgáfu Stjórn Totusar ehf., félags um eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur ákveðið að taka tilboði Landsbankans um umsjón með útgáfu skuldabréfa sem félagið hyggst gefa út. Skuldabréf að upphæð 18,5 milljarða króna verða gefin út til að endurfjármagna framkvæmdirnar við húsið. Með útgáfunni verða framkvæmdirnar fullfjármagnaðar og í kjölfarið verður sambankalán, sem tekið var vegna framkvæmdanna í ársbyrjun 2010, greitt upp.- mþl 15.3.2012 06:30
Kjörin formaður SI Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf. 15.3.2012 12:20
Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að. 14.3.2012 20:15
Yoyo opnaði á Spáni Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung. 14.3.2012 17:01
Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið" "Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga fyrir ykkur." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag. 14.3.2012 14:05
Grindavík aðili að íslenska jarðvarmaklasanum Grindavíkurbær hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi, gerst aðili að íslenska jarðvarmaklasanum. Í tilkynningu segir að aðilar að samstarfinu í íslenska jarðvarmaklasanum séu núna orðnir 68 talsins. "Vinnan hverfist kringum 10 samstarfsverkefni af ólíkum toga. Þar má nefna nýsköpunarverkefni, menntun, markaðs-mál jarðvarmans, gagnaöflun, fjármögnun, stjórnun klasans og svo mætti áfram telja. Grindavíkurbær hefur hug á að leggja til vinnu við skilgreiningu á starfsskilyrðum jarðvarmagreinarinnar gagnvart sveitarfélögum. Auk þess hafa bæjaryfirvöld áhuga á að koma að uppbyggingu Auðlindagarðsins á Reykjanesi sem er eitt af viðfangefnum klasasamstarfsins. Grindvíkingar voru frumkvöðlar í nýtingu jarðvarma á Íslandi með byggingu jarðorkuversins í Svartsengi. Frá þeim tíma hefur jarðorkan verið nýtt til ýmissa hluta allt frá húshitun til fiskeldis og ferðaþjónustu. Bláa lónið er gott dæmi um notkun jarðvarma til uppbyggingar í ferðaþjónustu.“ 14.3.2012 16:43
Atvinnuleysi 8,4 prósent í Bretlandi Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um 28 þúsund á undanförnum þremur mánuðum og mælist atvinnuleysið nú 8,4 prósent. Það jafngildir því að 2,67 milljónir manna séu án vinnu, samkvæmt tölu sem breska hagstofna birti í morgun og breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um í kjölfarið. 14.3.2012 12:23
Verðbólgan hvergi hærri en á Íslandi Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu sem Hagstofa Evrópusambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verðbólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verðhjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%. 14.3.2012 10:35
Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð. 14.3.2012 10:09
Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum. 14.3.2012 08:33