Viðskipti innlent

Tískudrottning krefst 100 milljarða í skaðabætur frá Kaupþingi

Tískudrottningin Karen Millen og Kevin Stanford fyrrum eiginmaður hennar ætla í mál við Kaupþing í Lúxemborg. Þau gera skaðabótakröfur upp á 500 milljónir punda eða um 100 milljarða króna gegn bankanum.

Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Guardian við Millen. Þar segir tískudrottningin að hún hafi orðið fyrir áfalli þegar fréttir bárust af öllum þeim sakarannsóknum sem eru í gangi gegn stjórnendum Kaupþings. Hún segist ekki muna una sér hvíldar fyrr en hún hefur náð aftur fyrra veldi sínu og eiginmanns síns en þau misstu allt sitt þegar íslenska bankahrunið varð haustið 2008.

Þau Millen og Stanford skildu árið 2001 en héldu áfram sem viðskiptafélagar. Þegar veldi þeirra stóð sem hæst fyrir fall íslensku bankanna áttu þau meðal annars hluti í tískuvöruverlsunum á borð við Oasis, All Saints, Whistles, Ghost, House of Fraser, French Connection og Principles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×