Viðskipti innlent

Farþegar skemmtiferðaskipa ánægðir með Reykjavík

Í árlegri könnun tímaritsins Cruise Insight sem gefið er út í Bretlandi og fjallar um skemmtiferðaskip, var Reykjavík sett í hóp viðkomustaða sem besti áfangastaður ársins fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Ferðaskrifstofan Iceland Travel fékk einnig viðurkenningu.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafnar. Þar segir að starfsmenn og áhafnir skipafélaganna, ásamt starfsmönnum tímaritsins, kanna á hverju ári gæði og framfarir þess sem snýr að móttöku skemmtiferðaskipa um heim allan. Reykjavík og nágrenni sé enn og aftur viðurkennt sem frábær áfangastaður fyrir farþega skemmtiferðaskipa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×