Fleiri fréttir

Samstaða um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka

Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið segir þingmenn ætla að drífa í breytingunni.

Steinþór ekki hálfdrættingur á við Höskuld

Það lætur nærri að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafi verið með þrefalt hærri mánaðarlaun á síðasta ári en Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Samkvæmt ársreikningi Arion banka voru heildarlaun Höskuldar 37,1 milljón króna. Það er að meðaltali 3,1 milljón á mánuði. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Landsbankans voru heildarlaun Steinþórs á síðasta ári aftur á móti 13,9 milljónir króna, sem gerir tæplega 1,2 milljónir á mánuði.

Hátt í 200 fengu aðstoð frá Lögréttu

Hátt í tvö hundruð manns fengu aðstoð við skattframtalið sitt í dag hjá hjálpsömum lögfræðinemum. Meirihluti þeirra sem þurftu aðstoð var útlendingar. Það kvíða margir fyrir að opna skattframtalið og færa inn fjárhagsbókhald heimilisins fyrir síðasta ár, og þó svo að mikið af upplýsingum komi sjálfkrafa inn þá er ýmislegt sem getur vafist fyrir fólki. Það var því fullt út úr dyrum hjá Háskólanum í Reykjavík í dag þegar Lögrétta, félag lögfræðinema við Háskólann í Reykjavík buðu upp á endurgjaldslausa aðstoð við skattframtalið.

Gagnrýnir aðgerðarleysi SFO í Kaupþingsmálinu

Í leiðara breska blaðsins Guardian í dag er fjallað um aðgerðir sérstaks saksóknara í London í síðustu viku en embættið yfirheyrði á annan tug vitna vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings í aðdraganda hrunsins.

Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata.

Ríkissjóður verður af milljörðum

Ríkissjóður verður af milljörðum króna vegna kostnaðar bankanna af gengislánadómi Hæstaréttar. Samkvæmt ársreikningum tveggja stóru bankanna er lækkaður tekjuskattur yfir tíu milljarðar króna.

Vilja aðskilja fjárfestingabanka og viðskiptabanka

Þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi vilja að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi á landinu með það að markmiði að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Markmiðið er að lágmarka áhættuna af áföllum í rekstri banka fyrir þjóðarbúið. Samkvæmt þingsályktunartillögu á nefndin að skila tillögum sínum fyrir 1. október 2012.

Fimm milljarða sparnaður

Forgreiðslur á um 20% lána frá AGS og Norðurlöndum sparar um fimm milljarða króna í vaxtagreiðslur, að sögn seðlabankastjóra. Hann segir greiðslurnar ekkert hafa með tafir á afléttingu gjaldeyrishafta að gera.

38 milljarðar afskrifaðir vegna gengisdóms

Landsbankinn færði eignir sínar niður um 38 milljarða króna vegna endurreiknings á gengislánum eftir dóm Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem gefinn var út í gær.

Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad

Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman.

Íslandsbanki verði seldur fyrst

Bankasýsla ríkisins telur hyggilegt, að ráðist verði fyrst í sölu minnstu eignarhluta, sem stofnunin fer með, og síðar í sölu stærri eignarhluta, og þá jafnvel í nokkrum áföngum. Í þessu felst, að gera má ráð fyrir því, að fyrst verði lagt til að ráðist verði í sölu eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs.

Sex milljarða rekstrarbati hjá Orkuveitunni

Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára samkvæmt ársreikningi Orkuveitunnar. Þar kemur fram að launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur.

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar batnar

Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 436,2 milljónum USD (55,4 ma.kr.) sem er 15,5% aukning frá árinu áður samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar.

Snertilaus snjallsími frá Sony

Japanski raftækjarisinn Sony hefur þróað snjallsíma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá.

Iceland Express flýgur til Kölnar

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní en flogið verður tvisvar í viku. Í tilkynningu segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, það vera ánægjulegt að bæta Köln við metnaðarfulla sumaráætlun félagsins og auðvelda þar með fleiri Þjóðverjum að heimsækja Ísland og auka um leið ferðamöguleika Íslendinga í Þýskalandi.

Laun hækkuðu um 6,7% milli ára

Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,6% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,4%.

Endurgreiðsla Seðlabankans er toppfrétt í Noregi

Endurgreiðsla ríkissjóðs og Seðlabankans á hluta af lánum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum löngu fyrir gjalddaga þeirra hefur vakið mikla athygli í Noregi.

Argentínumenn hóta olíufélögum málaferlum

Enn versna samskiptin milli Argentínu og Bretlands vegna Falklandseyja en stjórnvöld í Argentínu hafa hótað því að hefja alþjóðlegar málssóknir gegn öllum þeim félögum sem hyggjast vinna olíu við Falklandseyjar.

Hækkun og lækkun á mörkuðum

Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203.

Apple nær nýjum hæðum

Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag.

"Það borgar sig ekki að spara"

"Það borgar sig ekki að spara,“ sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. "Fólki er beinlínis refsað fyrir það.“

Slitastjórn greiðir 105 milljarða í forgangskröfur

Slitastjórn Glitnis hf. tilkynnir hér með að greiðslur til forgangskröfuhafa Glitnis fara fram föstudaginn 16. mars 2012. Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn var kröfuhafafundur haldinn 31. janúar 2012, þar kynnti slitastjórn Glitnis tillögu um greiðslur til forgangskröfuhafa, þar sem farið var yfir eftirfarandi þætti:

Svana fyrst kvenna til að gegna formennsku í SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Hún fékk tæp 59 prósent atkvæða en þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns, að því er fram kemur í tilkynningu.

Áhrif gengislánadóms 13,8 milljarðar hjá Arion banka

Dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári, er varðar gengistryggð lán, hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka fyrir árið 2011 upp á sem nemur 13,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna uppgjörs fyrir árið 2011.

Fá starfsleyfi á Jamaíka

Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíka. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíka sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo.

Mikil auknin á launakostnaði milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11,1% á fjórða ársfjórðungi ársins í fyrra miðað við fyrri ársfjórðung í samgöngum og flutningum, 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,3% í iðnaði og 6,4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Heildaraflinn jókst um 28,7% milli ára í febrúar

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 28,7% meiri en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011.

Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair til og frá Kaupmannahöfn

Farþegum Icelandair til og frá Kaupmannahöfn fjölgaði um 24 þúsund á síðasta ári. Félagið hefur aukið markaðshlutdeild sína á flugleiðinni milli dönsku höfuðborgarinnar og Keflavíkur töluvert síðustu ár á kostnað Iceland Express. Á síðasta ári voru farþegar íslenska félagsins, á þessari flugleið, 273 þúsund talsins.

NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lækkað vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess árangurs sem náðst hefur í snúa rekstri Okurveitunnar til betri vegar.

Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði

Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrirheit voru gefin um í síðustu viku.

Landsbankinn selur hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða

Landsbankinn hefur selt 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Marel í útboði bankans sem lauk síðdegis í gær en fjárfestar óskuðu eftir að kaupa tvöfalt það magn af hlutum sem voru í boði.

Seðlabankinn kaupir evrur og krónur

Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu um næstu evru og krónutilboð sín en þau eru næsta þrep bankans í að létta á gjaldeyrishöftunum

Landsbankinn sér um útgáfu

Stjórn Totusar ehf., félags um eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur ákveðið að taka tilboði Landsbankans um umsjón með útgáfu skuldabréfa sem félagið hyggst gefa út. Skuldabréf að upphæð 18,5 milljarða króna verða gefin út til að endurfjármagna framkvæmdirnar við húsið. Með útgáfunni verða framkvæmdirnar fullfjármagnaðar og í kjölfarið verður sambankalán, sem tekið var vegna framkvæmdanna í ársbyrjun 2010, greitt upp.- mþl

Kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

Sjá næstu 50 fréttir