Fleiri fréttir

Töpuðu 1,5 milljónum á hvert mannsbarn

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 480 milljörðum króna á bankahruninu. Rúmlega helmingur er vegna fjárfestinga í tveimur félagasamstæðum og tengdum aðilum, en skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna var kynnt í dag.

Líf þitt á Facebook verður að kvikmynd

Hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá mun Facebook skikka þig til að breyta síðunni þinni í svokallaða tímalínusíðu á næstu dögum eða vikum. Lítið hefur verið kvartað undan tímalínunni sem virðist nokkuð kærkomin viðbót við þetta stærsta samskiptanet allra tíma.

Taka skýrsluna til ítarlegrar skoðunar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna segist ætla að taka skýrslu Hrafnsnefndarinnar, um stöðu starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta segir í tilkynningu sem stjórn sjóðsins sendi frá sér í dag.

Ríflega þriðjungshlutur í Íslenskum verðbréfum til sölu

Eigendur að 36% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. hafa falið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Íslandsbanka hf., Hildu hf. og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Bankarnir réðu oft fjárfestingum lífeyrissjóðanna

Bankarnir réðu ferðinni oft á tíðum í fjárfestingum lífeyrissjóðanna fyrir hrun að sögn Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Þetta kom fram í erindi hans á fundi um starfsemi lífeyrissjóðina fyrir hrun.

Töpuðu hátt í 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum tengdum þeim

Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group hf., sem nú er í slitameðferð, er áætlað 4,8 milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem haldinn er á Grand Hóteli. Ef Baugur og tengd félög eru tekin með er tapið um 77 milljarðar króna.

Hvaða vítamín hentar þér? Allt í einni töflu

Allir geta fundið vítamín við sitt hæfi innan Vitabiotics-línunnar. Vítamínin eru hugsuð á þann veg að fólk geti tekið eina vítamíntöflu sem inniheldur allt sem viðkomandi þarf á að halda. Allar töflurnar eru með sama steinefna- og fjölvítamíngrunninn, þannig að allir fá nauðsynleg grunnvítamín sem líkaminn þarfnast, en hver og ein tegund inniheldur svo alls kyns aukavítamín og bætiefni sem henta þörfum markhópsins hverju sinni. Til dæmis eru til töflur fyrir konur og karla á öllum aldri, heilann og minnið, íþróttafólk, ófrískar konur, börn, konur á breytingaskeiði og svo mætti lengi telja. Vitabiotics-vítamínin eru þau mest seldu á Bretlandi. Þá hefur fyrirtækið tvisvar sinnum hlotið konunglegu verðlaunin "The Queen“s Awards for Enterprise“ í Bretlandi. Einstök vítamín frá Vitabiotics hafa einnig hlotið ýmis verðlaun, til dæmis frá Boots-keðjunni í Bretlandi. Vitabiotics-vítamínin fást í flestum apótekum sem og völdum dagvöruverslunum eins og Krónunni, Hagkaupum og Fjarðarkaupum.

Bono meðal stórra hluthafa í Facebook

Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi upplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemur 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn af rekstrinum nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna.

Aldrei fleiri ferðamenn til landsins í janúar

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir áratug. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% í janúarmánuði á milli ára.

Vöruskiptin hagstæð um 12 milljarða í janúar

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2012 var útflutningur tæpir 49,3 milljarðar króna og innflutningur fob 37,2 milljarðar króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 12,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Skuldatryggingaálag Íslands fer lækkandi

Skuldatryggingaálag Íslands er 292 punktar og hefur verið samfellt undir 300 punktum síðan 20. janúar síðastliðinn. Um síðustu áramót stóð það í 317 punktum en á sama tíma í fyrra var það 279 punktar.

Tekjur Marels jukust um 15%

Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra, jafngildi 5,6 milljarða króna, á árinu 2011. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins árið 2010 13,6 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem var birt í fyrradag. Skýrist bætt afkoma helst af því að tekjur frá kjarnastarfsemi jukust um 15 prósent á árinu.

Ekkert vín í kjallara Steingríms og Ingólfs

Ekkert fokdýrt vínsafn er að finna í kjallara geymsluhúsnæðis að Smiðshöfða sem er í eigu Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi stjórnenda hjá Kaupþingi. Þessu komst slitastjórn bankans að þegar hún fór loksins inn í kjallarann í fyrradag eftir margra mánaða þref í réttarkerfinu.

Segir olíufélögin aðeins fá brot af bensínverðinu

"Samsetningin á verðinu er þannig að erlenda verðið og flutningur er 110 krónur. Ríkið er að fá 120 krónur í sinn vasa og innlendir aðilar eru að fá á bilinu 26-27 krónur í sinn hlut,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann segir að þetta sé einföld staðreynd sem allir geti reiknað sem kunni slíkan reikning.

Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts

Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi.

Segir félagslegan ójöfnuð vera tifandi tímasprengju

Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, segir að sá félagslegi ójöfnuður sem ríki í heiminum sé tifandi tímasprengja. Ackermann segir í samtali við BBC að sú kvöð hvíli á bankamönnum að þeir fari ekki offari þegar kemur að greiðslu launabónusa.

Tveir sjóðir gerðu tilboð í Iceland

Tveir fjárfestingarsjóðir, Bain Capital og BC Partners, lögðu fram tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna áður en tilboðsfresturinn rann út þriðjudaginn var. Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum heimildum.

Helstu vísitölur hækkuðu

Það var bjart yfir mörkuðum í dag, bæði vestanhafs og í Evrópu. S&P 500 hækkaði um 0,11%, Nasdag hækkaði um 0,40% og Dow hækkaði um 0,41%. Í Evrópu hækkaði aftur a´móti FTSE um 0,09. Þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,59% og hin franska CAC 40 hækkaði um 0,27%.

Össur hannar sóla í samstarfi við Nike

íþróttaframleiðandinn Nike er kominn í samstarf með stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Fyrirtækið hannar og þróar hlaupasóla yfir gervifót sem Nike mun svo framleiða.

Stjörnurnar nota NIP + FAB kremin

„Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af öllum helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir, meðal annars leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook og Charlize Theron og fleirum," segir Sesselja Sveinbjörnsdóttir, þjálfari hjá fyrirtækinu Forval, um bresku húðvörulínuna NIP+FAB sem hefur farið sigurför um heiminn.

Hrafnhildur og Garðar Hólm hlutu verðlaun Skúla Fógeta

Í tilefni af 300 ára afmæli Skúla Magnússonar Fógeta þann 11. desember 2011 ákvað fyrirtækið GAMMA að stofna til verðlauna sem afhent verða árlega fyrir bestu meistararitgerð á sviði fjármála og efnahagsmála á árinu 2011. Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Garðar Hólm Kjartansson deila verðlaunum að þessu sinni.

Rannsóknarskýrslu um lífeyrissjóði skilað á morgun

Skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða fyrir hrun verður skilað á morgun klukkan 14:00 til forsvarsmanna Landssamtaka lífeyrissjóða. Hrafn Bragason, fyrrverandi Hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, staðfesti þetta við fréttastofu í morgun.

Byggðastofnun lánaði 4,6 milljarða til ferðaþjónustu

Í árslok í fyrra voru heildarútlán Byggðastofnunar til fyrirtækja í ferðaþjónustu um 4,6 milljarðar kr. Þar af voru tæpir 1,4 milljarðar kr. til fyrirtækja í fjórum sveitarfélögum, Hornafirði, Mýrdalshreppi, Skútustaðarhreppi og Skaftárhreppi.

Vöruskiptin voru neikvæð í desember

Vegna villu í grunngögnum í desember þarf að leiðrétta bráðabirgðatölur um vöruskiptin við útlönd í fyrra . Útflutningur í desember 2011 lækkar því um 7,6 milljarða kr. í heild sem þýðir að vöruskiptin voru neikvæð um 0,6 milljarða kr. í þeim mánuði.

Deutsche Bank afskrifar 66 milljarða vegna Actavis

Deutsche Bank hefur afskrifað 407 milljónir evra eða um 66 milljarða króna vegna Actavis í bókum sínum en bankinn yfirtók að mestu eignarhaldið að félaginu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta er mun hærri upphæð en bankinn hefur þurft að afskrifa vegna grískra ríkisskuldabréfa.

Á öndverðum meiði um næstu vaxtáákvörðun

Sú athyglisverða staða er komin upp viku fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans að fjárfestar og sérfræðingar eru á öndverðum meiði um hvort vextirnir verði hækkaðir eða ekki.

Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti

Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu.

Ákvörðun tekin á næstu dögum

Frestur til að skila bindandi tilboðum í hlut þrotabúa Landsbankans, sem á 67%, og Glitnis, sem á 10%, í Iceland Foods rann út á þriðjudagskvöld.

Stefnir ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti

Friðjón Þórðarson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfafyrirtækisins Virðingar, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna meðferðar lögregluyfirvalda á sakamáli gegn honum. Stefnan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

60 milljónum punda eytt í leikmenn

Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eyddu 70% minna í leikmenn í janúar heldur en á sama tíma í fyrra. Samtals var eytt um 60 milljónum punda, 11,5 milljörðum króna, í leikmenn samkvæmt útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte í Bretlandi.

Vill að Samkeppniseftirlitið skoði verðlagningu olíufélaganna

Olíufélögin hafa sætt færis og lætt inn hækkunum á álagi sínu á bensín samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði og skattahækkunum. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem villl að Samkeppniseftirlitið skoði hvort að ekki óeðlilegt að verðmunur á milli olíufélaga sé aðeins þrjátíu aurar.

Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu

Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum.

Sjá næstu 50 fréttir