Viðskipti innlent

Ríflega þriðjungshlutur í Íslenskum verðbréfum til sölu

Íslandsbanki sér um söluna á 36 prósent hlut í Íslenskum verðbréfum.
Íslandsbanki sér um söluna á 36 prósent hlut í Íslenskum verðbréfum.
Eigendur að 36% hlut í Íslenskum verðbréfum hf. hafa falið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu Íslandsbanka hf., Hildu hf. og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Íslensk verðbréf hf. er sjálfstætt starfandi eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum frá 1987. Í lok árs 2011 námu eignir í stýringu tæplega 130 milljörðum kr. Íslensk verðbréf eru með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og hjá félaginu starfa rúmlega 20 starfsmenn sem sinna fjölþættri þjónustu við viðskiptavini félagsins.

Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, auk aðila sem búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu og geta sýnt fram á eiginfjárstöðu umfram 300 milljónir kr., að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×