Viðskipti innlent

Bankarnir réðu oft fjárfestingum lífeyrissjóðanna

Frá fundinum á Grand hótel í dag.
Frá fundinum á Grand hótel í dag.
Bankarnir réðu ferðinni oft á tíðum í fjárfestingum lífeyrissjóðanna fyrir hrun að sögn Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Þetta kom fram í erindi hans á fundi um starfsemi lífeyrissjóðina fyrir hrun.

„Þeir voru eflaust búnir að læra ýmislegt í Bandaríkjunum," bætti Hrafn við á fundinum þar sem meðal annars kom fram að heildartap sjóðanna hefði verið tæplega 500 milljarðar. Þar af töpuðu sjóðirnir um 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum þeim tengdum.

Hrafn talaði einnig um mögulegar ólöglegar fjárfestingar sjóðanna. „Við nefndarmenn teljum að sumar fjárfestingar, til dæmis víkjandi lán, hafi ekki verið löglegar," sagði hann í erindi sínu.

Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur, sem einnig sat í rannsóknarnefndinni, sagði að lífeyrisjóðirnir gerðu sér ekki grein fyrir hversu samþjöppuð áhættan var.

„Þeir sváfu á verðinum," sagði Héðinn.

Héðinn sagði einnig að það væri skortur á faglegu verklagi og vinnuferlum innan lífeyrissjóðanna. Kynningarefni frá bönkunum voru yfirleitt það sem stuðst var við.

Skýrsluna má í heild sinni nálgast hér.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna kynnt í dag

Blaðamannafundur rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun hefst núna klukkan tvö á Grand Hóteli. Nefndin skilar í dag af sér skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar.

Töpuðu hátt í 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum tengdum þeim

Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group hf., sem nú er í slitameðferð, er áætlað 4,8 milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem haldinn er á Grand Hóteli. Ef Baugur og tengd félög eru tekin með er tapið um 77 milljarðar króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×