Viðskipti innlent

Icelandair skoðar skráningu í Noregi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kannað verður hvort forsenda sé til þess að skrá Icelandair á markað í Noregi.
Kannað verður hvort forsenda sé til þess að skrá Icelandair á markað í Noregi.
Icelandair ætlar að kanna skráningu félagsins í aðra kauphöll til viðbótar við núverandi skráningu í Kauphöllina á Íslandi.

Í september síðastliðnum var ferlinu frestað vegna krefjandi aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Stjórn Icelandair Group hefur nú ákveðið að endurvekja ferlið og skoðar nú mögulega viðbótarskráningu í kauphöllina í Osló. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að Icelandair Group hafi ráðið útibú Skandinaviska Enskilda Banken AB í Osló ásamt Íslandsbanka hf. til að vera umsjónaraðilar í skráningarferlinu.

Meirihluti kostnaðar og efnahagsreiknings Icelandair Group er í Bandaríkjadollar. Af þessum sökum mun félagið frá og með 1. ársfjórðungi ársins 2012 breyta um uppgjörsmynt og birta reikninga sína í Bandaríkjadollar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×