Viðskipti innlent

Taka skýrsluna til ítarlegrar skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnússon er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Helgi Magnússon er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna segist ætla að taka skýrslu Hrafnsnefndarinnar, um stöðu starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta segir í tilkynningu sem stjórn sjóðsins sendi frá sér í dag.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að sjóðurinn hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem nefndin fjallar um og leggur til í skýrslu sinni. Til dæmis hafi lífeyrissjóðurinn gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti fyrirtækja þegar árið 2006. Nýjar siða- og samskiptareglur hafi verið samþykktar af stjórn sjóðsins árið 2009. Fjárfestingastefna hafi verið endurnýjuð og innri og ytri endurskoðun sé nú framkvæmd af sitt hvoru endurskoðunarfyrirtækinu.

Þá segir Lífeyrissjóður verzlunarmanna að árinu 2009 hafi verið ráðist í umfangsmikla stefnumótunarvinnu með aðstoð ráðgjafa. Sú vinna hafi skilað sér í margháttuðum umbótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×