Fleiri fréttir

Bönkum fækkar í Danmörku

Síðustu fjögur ár hafa 40 fjármálafyrirtæki horfið af markaði í Danmörku eða verið tekin yfir af danska Fjármálaeftirlitinu.

Forstjóri Apple með hærri tekjur en Twitter

Tim Cook er hæst launaði framkvæmdarstjóri veraldar en hann fékk 378 milljónir dollara í laun fyrir störf sín hjá Apple á síðasta ári. Árstekjur Cooks eru þannig meiri en tekjur samskiptasíðunnar Twitter.

Vildi upplýsingar um símhleranir á vegum sérstaks saksóknara

Hvorki Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, né Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mættu við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aftur á móti neituðu þeir sök í yfirlýsingum sem lesnar voru upp fyrir dómnum. Þeir Lárus og Guðmundur voru báðir staddir erlendis, en Lárus býr og er í námi erlendis. Guðmundur er hins vegar staddur erlendis um stundarsakir.

Erlendir aðilar stærstir í ríkisverðbréfum

Erlendir aðilar voru stærstu eigendur ríkisverðbréfa í lok nýliðins árs. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þannig hafi eignarhlutdeild þeirra af útistandandi ríkisverðbréfum numið 31% í lok desember, en þar á eftir komu lífeyrissjóðir með 27% hlutdeild og svo verðbréfasjóðir með 17% hlutdeild. Fjárhæð útistandandi ríkisverðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam um 586 ma.kr. í árslok 2011 og þar af voru víxlar rúmir 58 ma.kr.

Svartháfsmál Lárusar og Guðmundar þingfest fyrir dómi í dag

Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik.

Uppsveifla á Evrópumörkuðum

Töluverð uppsveifla hefur verið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2% og Cac 40 vísitalan í París um tæp 2%.

Fasteignamarkaðurinn aftur á uppleið í borginni

Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu er aftur á uppleið eftir rólegheit yfir jól og áramót. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á borginni í síðustu viku var 98. Til samanburðar hefur 94 samningum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarnar 12 vikur.

Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra

Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010.

Kaupmáttur launa rýrnar verulega í Danmörku

Ráðstöfunartekjur danskra fjölskyldna rýrnuðu um 6.000 danskar krónur eða yfir 120.000 krónur í fyrra miðað við árið 2010. Hér er miðað við fjögurra manna fjölskyldu sem á hús og bíl.

FME beitti lífeyrissjóðinn Stapa dagsektum

Fjármálaeftirlitið (FME) þurfti að beita lífeyrissjóðinn Stapa dagsektum til að fá aðgang að upplýsingum úr tölvukerfi sjóðsins eins og lög og reglur kveða á um.

Einn stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda vildi kaupa Aurum Holdings

Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið.

Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri

Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum.

Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér

Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski.

Gæslan semur um leigu á nýrri þyrlu

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Leiguþyrlan mun leysa af TF-LIF sem flýgur til Noregs 14. janúar næstkomandi. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegnum umfangsmikla G-skoðun. Áætlað er að skoðuninni ljúki 23. mars.

Alcoa dregur saman seglin - samt ekki á Íslandi

Í ljósi aðstæðna á álmörkuðum heimsins og lækkandi álverðs hefur Alcoa tilkynnt að dregið verði úr heildarframleiðslu áls um tólf prósent, eða um sem nemur 531 þúsund tonni á ári, samkvæmt frétt á heimasíðu fyrirtækisins.

Mikill munur á orkugjöldum

Mikill munur er á orkugjöldunum, sem hækkuðu um áramótin, eftir því hvaða orkufyrritæki á í hlut, samkvæmt útreikningum Orkuvaktarinnar.

Líkur á að krafa á skuldabréf lækki

Vænt skuldabréfaútgáfa Lánamála ríkisins og Íbúðalánasjóðs á árinu mun ekki nægja til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðakerfisins. Því er sennilegt að ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækki á næstunni. Þetta er mat sérfræðinga hjá Júpíter, rekstrarfélagi verðbréfasjóða í eigu MP banka, sem var til umfjöllunar í nýjasta fréttabréfi félagsins.

Þriðja félagið rekur Kanann síðan 2009

Skjárinn, sem keypt hefur útvarpsstöðina Kanann, tók ekki yfir félagið utan um útvarpsstöðina heldur keypti út úr því reksturinn – tæki, hljóðver, vörumerki og lagalista – auk þess að kaupa tíðnina á uppboði. Einar Bárðarson, sem rak Kanann og verður áfram yfir stöðinni hjá Skjánum, segir að gamla félagið, Skeifan 7 eignarhald, standi þó ekki eftir sem tóm skel með skuldum.

Óráðlegt að lækka eigiðfé bankanna

Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ekki gáfulegt að stjórnvöld sæki fjármagn í bankakerfið með því að lækka eigiðfjárhlutfall bankanna eins og stendur. Guðmundur Steingrímsson hvatti til þess í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun að stjórnvöld athuguðu þann möguleika að lækka eigiðfjárhlutfall bankanna sem nú er um 22,5% niður í 16%. Þannig mætti sækja fjármagn til að hraða uppbyggingu í landinu, enda á ríkið um 40% í bönkunum.

Vill sækja peninga í bankakerfið

Guðmundur Steingrímsson telur tímabært að ráðast í miklu meiri fjárfestingar og uppbyggingu núna. Hann segir að peningar til að hrinda því í framkvæmd séu að öllum líkindum til. Ríkið á um þessar mundir 41% af bankakerfinu. Bankakerfið núna er með eiginfjárhlutfall upp á um 22,5% að meðaltali núna. Fjármálaeftirlitið segir eðlilegt viðmið um 16%. Ef við myndum færa eiginfjárhlutfallið niður í 16% myndi ríkið fá í sinn hlut 70 milljarða í arðgreiðslur. Guðmundur telur áleitna spurningu hvort hægt sé að sækja hluta af þessum peningum til að ná niður atvinnuleysi og koma okkur áleiðis upp úr kreppunni.

Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum

Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því koma illa fengnu fé í banka.

Skúli Mogensen orðinn einn stærsti hluthafi í Skýrr

Fjárfestingafélagið Títan, sem er í eigu Skúla Mogensen, hefur bæst í hóp stærstu hluthafa Skýrr með liðlega 5% hlut. Samhliða þessu er fyrirhugað að Skúli setjist í stjórn Skýrr á næsta aðalfundi félagsins. "Skúli hefur á undanförnum misserum sannað sig sem þungavigtarmaður í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur tekið þátt í að stofna og fjárfesta í fjölda fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis. Jafnframt hefur Skúli yfirgripsmikla reynslu af þekkingariðnaði, sem spannar yfir tvo áratugi. Það er því mikill styrkur í aðkomu hans að Skýrr," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr.

Metár hjá Icelandair

Árið 2011 var metár hjá Icelandair, sem flutti 1750 þúsund farþega á árinu, eða fimmtungi fleiri en árið áður. Stefnt er að enn frekari fjölgun sæta á þessu ári að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Icelandair Group birti í gærkvöldi flutningatölur fyrir árið 2011. Samkvæmt þeim fjölgaði farþegum um rúm 260 þúsund á síðasta ári, eða 18 prósent, en alls voru farþegarnir 1750 þúsund. Sætanýtingin var tæp 80 prósent, en hún jókst jafnframt um tæpt eitt prósentustig. Félagið hefur aldrei áður flutt jafnmarga farþega eða haft jafngóða sætanýtingu.

Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl. Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga. Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut.

Landsbankinn stefnir á nýjar höfuðstöðvar

Landsbankinn ætlar að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir árið 2015 og leggur mikla áherslu á að bankinn eigi kost á því að halda höfuðstöðvunum í miðborginni. Þetta kemur fram í umsögn bankans um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem lögð var fram í borgarráði í vikunni, en þar segir jafnframt að verði hugmyndin að veruleika muni bankinn standa fyrir mjög mannaflsfrekum aðgerðum og skapa aðstæður í miðborginni til að byggja upp aðstöðu fyrir aðra starfsemi. Upplýsingafulltrúi bankans segir þó í samtali við Fréttablaðið að engar viðræður hafi farið fram um lóðamál við borgaryfirvöld, en allt eins komi til greina að horfa til sömu lóðar og til stóð að byggja glæsilegar höfuðstöðvar á fyrir hrun.

Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda

Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010.

Gátu opnað Zara-búð vegna persónulegra tengsla eigenda

Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu.

Forstjóri Haga: Enginn á þingi ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti

Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna.

Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni.

Sótti áður um starf hjá Norðurorku - fékk ekki vegna glæparannsóknar

„Þessi maður kom einnig til greina þegar hann sótti um starf forstjóra hjá Norðurorku í fyrra. Þá var ákveðið að hann yrði ekki ráðinn þar sem hann var álitinn sakborningur af sérstökum saksóknara," segir Edward Huijbens, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri og stjórnarmaður Norðurorku. Hann gagnrýnir ráðningu Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar sem framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), en hann falaðist eftir forstjórastöðu hjá Norðurorku, sem tilheyrir Akureyrarbæ, á síðasta ári.

Störfum fjölgar í Bandaríkjunum

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 200 þúsund í desembermánuði sem var að líða, samkvæmt opinberum tölum. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar á milli mánaða og varð nokkru meiri fjölgun en búist hafði verið við. Atvinnuleysið í landinu mældist 8,5 prósent í desember sem er nokkru betri árangur en í mánuðinum á undan þegar það var 8,7 prósent. Mest fjölgaði störfum í verslun, framleiðslu og í samgöngum.

Sparisjóður Svarfdæla seldur Landsbankanum

Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um að Landsbankinn kaupi allar eignir og rekstur Sparisjóðsins og haldi áfram fjármálastarfsemi í Dalvíkurbyggð.

Síðustu forvöð að tilnefna til vefverðlauna SVEF

Samtök vefiðnaðarins veita árleg vefverðlaun sín í Tjarnarbíói þann 3. febrúar. Síðustu forvöð til að tilnefna vefi eru á morgun, 7. janúar, og eru þeir sem hyggjast tilnefna vefi sína hvattir að bregðast skjótt við.

Sjá næstu 50 fréttir