Viðskipti innlent

Líkur á að krafa á skuldabréf lækki

Mikil fjárfestingarþörf Áætluð útgáfa á ríkisskuldabréfum á árinu er ekki næg til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna.Fréttablaðið/GVA
Mikil fjárfestingarþörf Áætluð útgáfa á ríkisskuldabréfum á árinu er ekki næg til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna.Fréttablaðið/GVA
Vænt skuldabréfaútgáfa Lánamála ríkisins og Íbúðalánasjóðs á árinu mun ekki nægja til að fullnægja fjárfestingarþörf lífeyrissjóðakerfisins. Því er sennilegt að ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði lækki á næstunni. Þetta er mat sérfræðinga hjá Júpíter, rekstrarfélagi verðbréfasjóða í eigu MP banka, sem var til umfjöllunar í nýjasta fréttabréfi félagsins.

Í fréttabréfinu kemur fram að verg útgáfa innlendra ríkisskuldabréfa sé áætluð 75 milljarðar króna á þessu ári. Hrein útgáfa ríkisvíxla og ríkisbréfa er aftur á móti áætluð 8 milljarðar. Þá er hrein útgáfa Íbúðalánasjóðs áætluð um 35 milljarðar króna. Til samanburðar er áætluð fjárfestingarþörf lífeyrissjóðakerfisins metin á bilinu 120 til 144 milljarðar króna á árinu.

Þá telja sérfræðingar Júpíters ólíklegt að lífeyrissjóðirnir geti minnkað stöðu sína í ríkisskuldabréfum í einhverjum mæli á tímabilinu. Væntar nýskráningar á hlutabréfamarkað hjálpi en dugi þó ekki til. Loks er bent á í fréttabréfinu að útgáfa skuldabréfa utan markflokka gæti einnig hjálpað til, þar á meðal útgáfa vegna fjármögnunar tónlistarhússins Hörpu.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×