Viðskipti innlent

Erlendir aðilar stærstir í ríkisverðbréfum

Erlendir aðilar voru stærstu eigendur ríkisverðbréfa í lok nýliðins árs. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þannig hafi eignarhlutdeild þeirra af útistandandi ríkisverðbréfum numið 31% í lok desember, en þar á eftir komu lífeyrissjóðir með 27% hlutdeild og svo verðbréfasjóðir með 17% hlutdeild. Fjárhæð útistandandi ríkisverðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam um 586 ma.kr. í árslok 2011 og þar af voru víxlar rúmir 58 ma.kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×