Viðskipti innlent

Ísland ofarlega á lista þjóða um hækkandi fasteignaverð

Ísland er í tíunda sæti á lista þjóða um fasteignaverðshækkanir á síðasta ári samkvæmt fasteignavísitölu ráðgjafarfyrirtækisins Knight Frank sem birt er ársfjórðungslega.

Fram kemur á þessum lista að fasteignaverð á Íslandi hækkaði um 6,7% á þriðja ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Þetta er mesta hækkun fasteignaverð á Norðurlöndunum að Noregi undanskildum en þar hækkaði verðið um 8,3%. Í Finnlandi hækkaði fasteignaverðið um 1,3%, í Svíþjóð um 1,1% og í Danmörku um 0,5%.

Mesta hækkun fasteignaverð á þessu tímabili varð í Hong Kong eða rúm 19%. Mesta lækkunin aftur á móti varð á Írlandi þar sem fasteignverð hrapaði um rúm 14%.

Alls eru 51 þjóð á þessum lista Knight Frank Global. Á heildina litið hækkaði fasteignaverð hjá þessum þjóðum að meðaltali um 1,5% milli ára á ársfjórðungnum. Er það minnsta hækkunin frá því á öðrum ársfjórðungi árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×