Viðskipti erlent

Statoil: Nýr stór olíufundur í Barentshafi

Norska olíufélagið Statoil hefur tilkynnt um stórann nýjan olíufund í Barentshafi.

Borpallurinn Aker Barents er kominn niður á olíulag á svokölluð Havis svæði þar sem talið er að vinna megi 200 til 300 milljónir tunna af olíu. Áður höfðu fundist olíulindir á þessu svæði og nærliggjandi svæði, sem kallað er Skrugard, sem taldar eru gefa af sér á milli 400 og 600 milljónir tunna af olíu.

Statoil hefur átt samvinnu við félögin Eni Norge og Petoro um olíuleitina í Barentshafi en reiknað er með að svæðið verði hornsteinninn í frekari olíuvinnslu Norðmanna á komandi árum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×