Viðskipti innlent

Vildi upplýsingar um símhleranir á vegum sérstaks saksóknara

Valur Grettisson og Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákæruvaldið. Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fyrir miðju, sækir málið fyrir sérstakan saksóknara.
Ákæruvaldið. Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fyrir miðju, sækir málið fyrir sérstakan saksóknara. mynd/ anton.
Hvorki Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, né Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mættu við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aftur á móti neituðu þeir sök í yfirlýsingum sem lesnar voru upp fyrir dómnum. Þeir Lárus og Guðmundur voru báðir staddir erlendis, en Lárus býr og er í námi erlendis. Guðmundur er hins vegar staddur erlendis um stundarsakir.

Við þingfestingu málsins krafðist verjandi Guðmundar, fyrir hönd hans, að hann fengi upplýsingar um heimildir sem veittar hefðu verið til símhlerana við rannsókn málsins. Saksóknari svaraði því til að bragði að engir símar hefðu verið hleraðir við rannsókn á málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×