Fleiri fréttir

Heildaraflinn jókst um tæp 18% milli ára í nóvember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,8% meiri en í nóvember 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 2,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Skartgripir Taylor seldust á yfir 14 milljarða

Met var slegið á uppboði á munum, aðallega skartgripum, úr dánarbúi leikkonunnar Elisabeth Taylor hjá Christie´s í New York í gærkvöldi. Skartgripirnir voru slegnir á 116 milljónir dollara eða rúmlega 14 milljarða króna.

Rauðar tölur á öllum mörkuðum

Niðursveifla var á Asíumörkuðum í nótt en að vísu minniháttar. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,5%.

Grunaðir vissu um hleranir

Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa.

Óskarsverðlaunastytta Orson Welles sett á uppboð

Óskarsverðlaunastytta sem leikstjórinn Orson Welles fékk fyrir mynd sína Citizen Kane árið 1942 verður sett á uppboð í Los Angeles síðar í þessum mánuði. Wells fékk þessa styttu fyrir besta kvikmyndahandritið þetta ár.

Danskur sjávarútvegur réttir verulega úr kútnum

Danskur sjávarútvegur hefur rétt verulega úr kútnum á þessu ári. Þannig hafa tekjur sjávarútvegsins árin 2010 og 2011 aukist um 50% miðað við árin á undan og eru orðnar um 3 milljarðar danskra króna eða yfir 60 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Viðskiptaafgangur 40 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Nýjustu tölur frá Seðlabankanum um greiðslujöfnuð gefa til kynna að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi viðskiptaafgangurinn, án áhrifa gömlu bankanna, verið um 40 milljarðar króna. Aukinn útflutningur leikur þar stórt hlutverk, en virði útfluttra vara er í sögulegu hámarki.

Verulega dró úr þinglýstum leigusamningum

Verulega hefur dró úr þinglýstum leigusamningum á landinu á milli október og nóvember í ár. Heildarfjöldi slíkra samninga var 677 í nóvember og fækkaði þeim um rúmlega 18% frá fyrri mánuði.

Ísland með í að styrkja Kýpur um 1.200 milljónir

Löndin innan Evrópska efnahagssambandsins (EES), Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa samþykkt að veita Kýpur tæplega 8 milljónir evra eða rúmalega 1.200 milljónir króna í fjárhagsstyrki á tímabilinu 2009 til 2014.

Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir

Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna.

Microsoft gefur nýjasta snjallsíma sinn

Samkvæmt Twitter-síðu Microsoft ætlar fyrirtækið að gefa nokkrum óánægðum notendum Android-stýrikerfisins nýjan Windows Phone snjalllsíma.

Mótmæla harðlega álögum og sköttum á lífeyrissjóði

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða mótmælir harðlega hvers konar nýjum álögum á starfsemi lífeyrissjóða, hvort sem þær eru í formi hækkunar á gjaldtöku eða með nýjum sköttum. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn landssamtakanna.

Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver

Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013.

92 prósent af eignasafni Kaupþings voru bréf í bankanum sjálfum

Nítíu og tvö prósent af eignasafni eigin viðskipta Kaupþings daginn fyrir hrun voru bréf í bankanum sjálfum. Síðustu fimm mánuðina fyrir fall bankans keypti bankinn allt að sjötíu og fimm prósent af öllum hlutabréfum í bankanum sjálfum sem í boði voru í hverjummánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Reykjavíkurapótek slegið á 100 milljónir

Frjálsi fjárfestingabankinn leysti í dag til sín fasteignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var til húsa í áraraðir. Eignin var seld á uppboði og var eignin slegin Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er fyrsti veðhafi í húsinu fyrir 100 milljónir króna.

Minni aukning í smásölu en búist var við

Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Skuldabréfakaup Seðlabankans vekja eftirtekt

Undanfarna daga hefur Seðlabanki Íslands keypt ríkisskuldabréf fyrir um það bil 16 milljarða króna að nafnverði, eftir því sem greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka. Að stærstu leyti er um að ræða stutt ríkisbréf en bankinn keypti fyrir 3,4 milljarða króna að nafnverði í RIKB12, 6,3 milljarða króna í RIKB13 og 2,8 milljarða króna í RIKB16. Þá keypti Seðlabankinn einnig fyrir 3,7 milljarða króna í RIKB25.

Bankarnir ráðandi á hlutabréfamarkaði

Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði.

Hagar fara beint inn í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar

Hagar verða nýtt félag í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMX Iceland 6. Hagar munu koma í staðinn fyrir færeyska flugfélagið Air Atlanta. Breytingin tekur gildi þegar markaðir verða opnaðir þann 2. janúar á næsta ári.

Launakostnaður lækkaði milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman milli annars og þriðja ársfjórðungs ársins um 2,1% í iðnaði, 2,4% í samgöngum, 5% í byggingarstarfsemi og um 6,5% í verslun. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum.

Bahrain samþykkir fríverslunarsamning við EFTA

Stjórnvöld í Bahrain hafa samþykkt fríverslunarsamning við EFTA ríkin, Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Ákvörðunin er tekin á grundvelli fríverslunarsamnings sem gerður var í júní 2009, en þá voru liðin tvö ár frá því að friverslunarviðræður hófust eftir því sem fram kemur á vefnum Trade Arabia. Fríverslunarsamningurinn snýst meðal annars um vöruskipti og þjónustu, auk þess sem sér kafli er um viðskipti með landbúnaðarvörur sem Bahrainar gera við hvert EFTA ríki fyrir sig.

Aftur fjörkippur á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 105. Þetta er umtalsverð fjölgun frá vikunni á undan þegar 79 samningum var þinglýst. Undanfarnar 12 vikur hefur 99 samningum verið þinglýst að meðaltali í hverri viku að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Uygur: Enginn stendur með millistéttinni

Cenk Uygur þáttastjórnandi er oft harðoður í þætti sínum The Young Turks, þar sem ýmis þjóðfélagsmál í Bandaríkjunum eru til umræðu. Hann segir engan standa með millistéttinni þegar kemur að skattamálum.

Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin

Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn.

Afspyrnuléleg jólavertíð í Hollywood

Jólavertíðin í Hollywood hefur ekki byrjað jafnilla undanfarin þrjú ár en aðsókn að jólamyndunum í ár í Bandaríkjunum þykir afspyrnuléleg.

Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots

Þýski stórbankinn Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots og stendur nú í samingum við þýsk stjórnvöld um frekari ríkisstyrk til að halda starfsemi sinni á floti.

Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði

Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó.

Moody´s setti markaði í rauðar tölur

Ákvörðun matsfyrirtækisins Moody´s um að setja öll ríki Evrópusambandsins á athugunarlista með neikvæðum horfum leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í rauðum tölum í gærkvöldi.

Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter

Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swebank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði greinina.

Sala á Horni ein umfangsmesta sala á eignum almennings

Fyrirhuguð sala Landsbankans á dótturfélaginu Horni er ein umfangsmesta sala á eignum í eigu almennings frá því bankarnir voru seldir fyrir um níu árum. Ekki liggur fyrir hvenær söluferli á félaginu, að hluta eða í heilu lagi, fer af stað.

Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga.

Aðildarviðræður: Fjórum köflum lokað í dag

Fjórum samningsköflum í aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu var lokað í dag þegar þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi tekið þátt í henni fyrir hönd Íslands. Fjallað var um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Þá segir ennfremur að frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafi 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung.

Áfram viðræður við hæstbjóðendur

Framtakssjóður Íslands á enn í viðræðum við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni. "Viðræður við hæstbjóðanda standa enn yfir,“ segir Pétur Óskarsson. Hann vill ekki segja hver hæstbjóðandi er, en samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða danska félagið Bygma S/A. Þær heimildir koma heim og saman við frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu um daginn. Húsasmiðjan er hluti af eignarhaldsfélaginu Vestia sem Framtakssjóður Íslands keypti af Landbankanum fyrir rúmu ári síðan.

Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu

Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna.

Atvinnuleysið eykst lítillega

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.734 og fjölgar um 68 frá lokum október.

Árgjald léna lækkar um þúsundkall

ISNIC - Internet á Íslandi sem sér um skráningu léna undir þjóðarlénu .is hefur ákveðið að lækka árgjald léna um ríflega tólf prósent. Þetta var samþykkt af stjórninni nýlega og er árgjaldið nú 6.982 krónur. Lækkunin tók gildi í gær. Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri segir að með lækkuninni sé fyrst og fremst verið að uppfylla gamalt loforð sem var á þá leið að þegar lénin yrðu orðin 35 þúsund að tölu yrði árgjaldið lækkað.

Innanmein Indónesíu

Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling.

Markaðir í Evrópu í niðursveiflu

Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Leysir húsnæðisvanda fyrirtækja

Fasteignafélagið Reginn ehf. hefur það markmið að verða framúrskarandi viðskiptafélagi sem getur boðið viðskiptavinum sínum upp á sveigjanleika og sérsniðnar lausnir þegar leitað er að atvinnuhúsnæði. Helgi S. Gunnarsson er framkvæmdastjóri félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir