Afnám gjaldeyrishafta á einu ári JMG skrifar 15. desember 2011 12:00 Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sat í hópnum. mynd/ sigurjón. Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi. Viðskiptaráð kallaði saman hóp sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum til að stuðla að markvissari umræðu um afnám íslensku gjaldeyrishaftanna á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað, en þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Megininntak tillögunnar er útgáfa ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum til tuttugu ára svo aflandskrónueigendur geti farið með sínar eignir úr landi með þeim hætti. Bréfin væru síðan seljanleg á markaði. Útgáfan mun ekki auka skuldsetningu ríkisins þar sem hún verður notuð til þess að greiða upp aðra fjármögnun. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ sat í hópnum og segir það vel raunhæft að afnema höftin að mestu á einu ári. „Það yrðu kannski einhver ákveðin höft á erlenda fjárfesta eftir en þau yrðu að mestu farin á innlenda fjárfesta sem þyrftu þá ekki að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Gylfi. Áætlunin miðar að því að hafa ekki áhrif á gengi krónunnar. „það liggur því miður núna í hlutarins eðli að núna er mikið fé fast á landinu sem heldur niðri vöxtum, svo það er óhjákvæmilegt að vextir myndi hækka sem veldur vandræðum fyrir marga, til dæmis ríkissjóð, þegar að höftin fara en það er ekki hægt að ætla sér að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingi, það er augljóslega ekki eðlileg leið til að fjármagna hvort heldur ríkissjóð eða bankakerfið,“ bætir Gylfi við. Í hópnum sátu auk Gylfa meðal annars Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi. Viðskiptaráð kallaði saman hóp sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum til að stuðla að markvissari umræðu um afnám íslensku gjaldeyrishaftanna á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað, en þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Megininntak tillögunnar er útgáfa ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum til tuttugu ára svo aflandskrónueigendur geti farið með sínar eignir úr landi með þeim hætti. Bréfin væru síðan seljanleg á markaði. Útgáfan mun ekki auka skuldsetningu ríkisins þar sem hún verður notuð til þess að greiða upp aðra fjármögnun. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ sat í hópnum og segir það vel raunhæft að afnema höftin að mestu á einu ári. „Það yrðu kannski einhver ákveðin höft á erlenda fjárfesta eftir en þau yrðu að mestu farin á innlenda fjárfesta sem þyrftu þá ekki að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Gylfi. Áætlunin miðar að því að hafa ekki áhrif á gengi krónunnar. „það liggur því miður núna í hlutarins eðli að núna er mikið fé fast á landinu sem heldur niðri vöxtum, svo það er óhjákvæmilegt að vextir myndi hækka sem veldur vandræðum fyrir marga, til dæmis ríkissjóð, þegar að höftin fara en það er ekki hægt að ætla sér að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingi, það er augljóslega ekki eðlileg leið til að fjármagna hvort heldur ríkissjóð eða bankakerfið,“ bætir Gylfi við. Í hópnum sátu auk Gylfa meðal annars Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun