ESA hefur formlega rannsókn á ríkisaðstoð við fjárfestingabanka Magnús Halldórsson skrifar 23. nóvember 2011 12:25 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ber ábyrgð fyrir hönd ríkisins á því að ríkið veitti fjárfestingabönkunum aðstoð. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur." Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur."
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira