ESA hefur formlega rannsókn á ríkisaðstoð við fjárfestingabanka Magnús Halldórsson skrifar 23. nóvember 2011 12:25 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ber ábyrgð fyrir hönd ríkisins á því að ríkið veitti fjárfestingabönkunum aðstoð. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur." Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við lánveitingar til fjárfestingarbankanna Saga, VBS og Askar Capital. Þetta er staðfest með tilkynningu á vefsíðu ESA í dag. Í mars 2009 veitti ríkissjóður Íslands lán á hagstæðum kjörum til fjárfestingarbankanna þriggja og námu lánin alls um 52 milljörðum króna, en í júlí 2010 barst ESA kvörtun frá hagsmunaaðila vegna þessara lánveitinga. Tilgangur lánveitinganna var að skuldbreyta skammtíma veðlánum og verðbréfalánum frá Seðlabanka Íslands í lán til langs tíma en lán Seðlabankans voru fallin í vanskil í kjölfar efnahagshrunsins. Veðlán Seðlabankans voru veitt með veði m.a. í skuldabréfum útgefnum af viðskiptabönkunum þremur Glitni, Kaupþing og Landsbanka Íslands. Eftir fall viðskiptabankanna í október 2008 lækkaði verðmæti fyrirliggjandi trygginga verulega og reyndist fjárfestingarbönkunum ómögulegt að leggja fram nýjar tryggingar eða gera upp skuldir sínar, að því er segir í tilkynningu ESA. Ennfremur segir: „Af hálfu íslenskra stjórnvalda er því haldið fram að með skuldbreytingunni hafi verið ætlunin að verja hagsmuni íslenska ríkisins og þessar ráðstafanir hafi verið í samræmi við það sem almennur lánveitandi hefði gert í sömu stöðu. ESA hefur hins vegar efasemdir um að þeir skilmálar sem ríkissjóður samþykkti séu í samræmi við almenna markaðsskilmála. Ef svo er ekki, kann skuldbreytingin að fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins. VBS fjárfestingarbanki og Askar Capital hafa þegar verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsleyfi Saga fjárfestingarbanka hefur nýlega verið afturkallað. Það er engu að síður skoðun ESA að rétt sé að ljúka mati á skilmálum lánveitinganna og fá úr því skorið hvort þeir samræmist ákvæðum EES samningsins um ríkisaðstoð. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Sé um að ræða aðila sem tekinn hefur verið til gjaldþrotaskipta skal lýsa kröfu í þrotabú viðkomandi aðila vegna endurgreiðslu ólögmætrar ríkisaðstoðar, sé þess kostur."
Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira