Viðskipti innlent

Loksins opnað fyrir greiðslufallstryggingar

Finnur oddsson
Finnur oddsson
„Við höfum unnið að því markvisst að upplýsa erlenda aðila um stöðu íslenskra fyrirtækja og það hefur skilað þessum jákvæða árangri,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Atradius, annað af tveimur stærstu erlendu greiðslutryggingafélögum heims, hefur opnað fyrir greiðslufallstryggingar á íslensk fyrirtæki. Viðskipti sem þessi hafa verið í frosti síðan í efnahagshruninu fyrir þremur árum þegar tryggingafélögin hættu að gangast í ábyrgðir fyrir greiðslur frá íslenskum fyrirtækjum. Það olli inn- og útflytjendum vandræðum og neyddust mörg þeirra til að greiða vörusendingar fyrirfram eða útvega aðrar og kostnaðarsamar greiðslutryggingar.

Viðskiptaráð, Creditinfo, íslenskir banka og tryggingafélögin hafa frá haustinu 2008 unnið að því að koma aftur á eðlilegu fyrirkomulagi greiðslufallstrygginga. „Við höfum lagt ríka áherslu á að íslensk fyrirtæki standi reglulega skil á ársreikningum og það er jákvætt hversu mikil bragarbót hefur verið gerð í þeim málum á síðustu misserum. Breytt afstaða Atradius er fagnaðarefni,“ segir Finnur. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×