Fleiri fréttir Seðlabankinn samdi vegna fimm sparisjóða Seðlabanki Íslands hefur lokið samningum um skuldir fimm sparisjóða sem ekki uppfylltu skilyrði um lágmark eigin fjár í kjölfar bankahrunsins. Þeir sparisjóðir sem um ræðir eru Sparisjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Auk þess hafa Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Höfðhverfinga greitt skuldir sínar við Seðlabankann. 30.12.2010 16:51 Um 8,5 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 8,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 4,8 ma. viðskiptum. 30.12.2010 16:23 Rannveig Rist hlaut verðlaun Viðskiptablaðsins Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, fékk afhent Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins í hádeginu í dag. Það var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu. Tilkynnt var um gríðarlega mikil áform um stækkun álversins í haust. Um er að ræða 86 milljarða króna fjárfestingu og um 1300 ársverk á framkvæmdatímanum. 30.12.2010 13:27 Býst við 10-15% hækkun á flugfargjöldum Forstjóri Icelandair segir að flugfargjöld geti hækkað um 10 til 15 prósent á næsta ári vegna aukinnar gjaldtöku ríkisins. Skattar og gjöld á fyrirtækið hækki um einn milljarð króna á næsta ári. 30.12.2010 12:09 Bankasýslan eignast 76% hlut í Sparisjóði Þórshafnar Bankasýsla ríkisins hefur tekið við 76% eignarhlut í Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis. Fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins er lokið en Seðlabankinn, Byggðastofnun og Tryggingasjóður sparisjóða tóku þátt í henni. Stofnfjárhlutur Seðlabankans og Byggðastofnunar hefur nú verið framseldur til Bankasýslu ríkisins. Í lok árs 2007 námu eignir sparisjóðsins tæpum þremur milljörðum króna en engir ársreikningar hafa verið birtir eftir það. 30.12.2010 11:37 Jólaverslun Visa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól Jólaverslun Visa korthafa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól eins og undanfarin ár en alls varð rúmlega 5% veltuaukning innanlands nú fyrir jólin ef miðað er við sama tímabil og í fyrra, að sögn Viðars Þorkelssonar forstjóra VALITOR. 30.12.2010 11:30 Færri fyrirtæki eru stofnuð Nýstofnuðum fyrirtækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðærisárinu 2007. Samlags- og sameignarfélögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu. 30.12.2010 11:10 Eftirspurn eftir hlutum mikil Stjórn Icelandair hefur ákveðið að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru út í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréf, sem er næstum þrefalt það magn sem í boði var. 30.12.2010 11:05 Skuldir fyrnast á tveimur árum Skuldir fólks fyrnast á tveimur árum eftir gjaldþrotaskipti, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í gær. 30.12.2010 09:57 Jon Bon Jovi þénaði mest Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi þénaði mest á tónleikum á árinu eða rúmlega 200 milljónir. Hljómsveit hans tróð upp 80 sinnum á árinu. 30.12.2010 07:52 Hlutur Margeirs í MP þynnist út Hlutur Margeirs Péturssonar þynnist út og ríkjandi hluthafar verða í minnihluta þegar nýir fjárfestar koma að MP banka, en bankann vantar þrjá milljarða króna til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins. Evrópskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á bankanum. 29.12.2010 18:48 Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við,“ segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. 29.12.2010 21:00 Íslenskur bjór sífellt vinsælli „Innlend bjórframleiðsla er almennt að auka markaðshlutdeild sína,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Á undanförnum árum hafa sprottið upp nýir íslenskir bjórframleiðendur. Þar má meðal annars nefna brugghúsið á Árskógsströnd sem selur meðal annars Kalda og Ölvisholt Brugghús sem framleiðir meðal annars Skjálfta. Sigrún sagði, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, að þessi aukna markaðshlutdeild bendi til þess að innlendri bjórframleiðslu hafi reitt ágætlega af 29.12.2010 20:12 Nýjar valdablokkir munu rísa Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. 29.12.2010 15:00 Verstu viðskipti ársins: Björgun Sjóvár Þegar skilanefnd Glitnis tók yfir rekstur tryggingafélagsins Sjóvár kom í ljós að Milestone-bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir höfðu gengið þar svo illa um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol. Bótasjóðurinn var tómur, í stað fjármuna voru tryggingar bundnar í ótryggum fasteignum í fjarlægum löndum. Félagið var í raun gjaldþrota og vantaði milljarða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. 29.12.2010 12:30 Útlendingar sýna MP banka áhuga MP banki þarf þrjá milljarða í formi nýs eigin fjár til að uppfylla kröfur FME. Bankinn á núna í viðræðum við þrjá aðskilda fjárfestahópa og eru útlendingar þar á meðal. 29.12.2010 12:26 Botninum líklegast náð á íbúðamarkaði Allt bendir nú til þess að botninum á íbúðamarkaði hafi verið náð á þessu ári, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Með því lýkur þriggja ára lægð á íbúðamarkaði, en samdráttur hófst á þessum markaði í ársbyrjun 2008. 29.12.2010 12:12 Maður ársins í viðskiptum: Lee Buchheit Alls voru 24 einstaklingar tilnefndir í flokk þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. 29.12.2010 12:00 Sparisjóður Svarfdælinga uppfyllir skilyrði FME Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 29.12.2010 10:27 Guðný Helga til Íslandsbanka Guðný Helga Herbertsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum bankans við fjölmiðla og móta samskiptastefnu bankans útá við, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá mun Guðný Helga bera ábyrgð á samfélagsstefnu bankans. 29.12.2010 10:20 Bankarnir eru með of mikil völd „Völdin liggja hjá bönkunum, sem hafa leyst til sín mikið af fyrirtækjum. Þar virðast hlutirnir sitja fastir. Það er viðskiptalífinu ekki til framdráttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Auði Capital. Auður Capital rekur fagfjárfestasjóðinn Auði 1, sem keypti fjölda fyrirtækja á árinu sem er að líða. Þar á meðal fjarskiptafyrirtækið Tal, upplýsingaveituna Já, matvöruverslunina Mann lifandi og hlut í Ölgerðinni. 29.12.2010 10:00 Gömlu valdablokkirnar heyra sögunni til Viðskiptablokkirnar sem tröllriðu samfélaginu í áratug fyrir efnahagshrunið eru fallnar og arftakar þeirra að taka við. 29.12.2010 09:00 Bestu viðskipti ársins: Icesave-samningarnir Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. 29.12.2010 06:00 Niðurstöðu að vænta í janúar Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka á enn í viðræðum við valda fjárfesta vegna sölunnar á kjölfestuhlut í Högum. Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að gera megi ráð fyrir að viðræðurnar standi til loka janúar. 29.12.2010 06:00 Icelandair Group samþykkir áskriftir Stjórn Icelandair Group hf. ákvað í dag að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember sl.. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréfa. 28.12.2010 19:48 Framkvæmdastjóri Kjöríss maður ársins í íslensku atvinnulífi Valdimar Hafsteinsson, 44 ára framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, er maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. 28.12.2010 18:29 Frumtak kaupir hlut í PM endurvinnslu Frumtak hefur fest kaup á hlut í PM Endurvinnsla ehf. Félagið einbeitir sér að móttöku plastúrgangs til endurvinnslu, en framleiðslan er síðan seld innanlands og erlendis. Kaupverðið er 100 milljónir króna. 28.12.2010 15:37 Hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum lánum Frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um gengisbundin lán varð í dag að lögum. Þetta þýðir að lánastofnanir hafa nú 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignveðlánum. 28.12.2010 14:33 Bílasala tók við sér á árinu Bílasala hefur aðeins tekið við sér á þessu ári, miðað við botninn sem sala á nýjum fólksbílum náði á síðasta ári. Á fimm árum hefur salan hins vegar hrunið um 86%. 28.12.2010 12:14 Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot á árinu sem er að líða. Gjaldþrotum hefur fjölgað um 43% frá góðærisárinu 2007. 28.12.2010 12:12 Lynn: Ísland kennir heiminum lexíu árið 2011 Ísland kemur við sögu í árlegum spádómi dálkahöfundarins Matthew Lynn sem skrifar reglulega fyrir Bloomberg fréttaveituna. Lynn segir að meðal þess sem gerist á næsta ári sé að Ísland muni kenna heiminum lexíu. 28.12.2010 10:06 Hér skortir framtíðarsýn og stefnu Þegar litið er um öxl við lok árs 2010 er ýmislegt sem kemur upp í hugann. Árið hefur í efnahagslegum skilningi verið gríðarlega erfitt, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Atvinnuleysi er mikið, á íslenskan mælikvarða, og óviðunandi. 28.12.2010 06:00 GAMMA hækkaði um 0,1% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 0,7 ma. viðskiptum, sem er næst veltuminnsti dagur ársins. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,3 ma. viðskiptum. 27.12.2010 15:54 Flestir telja aðstæður í atvinnulífi slæmar Stærstur hluti stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í reglubundinni könnun Capacent meðal fyrirtækjanna. 27.12.2010 14:30 Eignastýring Íslandsbanka verður VÍB Eignastýring Íslandsbanka mun starfa undir merkjum VÍB á nýju ári. Það verður gert til að aðgreina eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka á skýran hátt frá bankastarfsemi á sama tíma og stefnt verður að því að efla starfsemi og þjónustu einingarinnar enn frekar. 27.12.2010 14:20 Fleiri ferðast vegna hagstæðara gengis Mun fleiri Íslendingar hafa verið á faraldsfæti á árinu samanborið við í fyrra. Ástæðan er sú að kaupmáttur Íslendinga hefur aukist á erlendri grundu vegna styrkingar krónunnar. 27.12.2010 12:16 Hyggjast reisa eldsneytisverksmiðju Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingu við Carbon Recycling um smíði eldsneytisverksmiðju í Kröflu. Framkvæmdir gætu hafist um mitt næsta ár. 27.12.2010 12:05 Samið um kaup á Heklu Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski um sölu á bifreiðaumboðinu Heklu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. 27.12.2010 10:45 Bretar versluðu fyrir hundruð milljóna punda í gær Milljónir Breta skelltu sér á búðarráp strax á öðrum degi jóla og eyddu hundruðum milljóna punda þegar útsölur hófust þar í landi í gær. 27.12.2010 10:06 Sorphirðubreytingar spari um 110 milljónir Væntanlegar breytingar á sorphirðu í Reykjavík munu líklega spara borginni um 110 milljónir króna á komandi ári. Hámarkslengd frá sorptunnu að sorpbíl verður takmörkuð niður í 15 metra og gefst borgarbúum möguleiki á því að borga 4.800 krónur í auka sorphirðugjald. Einnig verður sorp hirt á tíu daga fresti í stað viku, eins og tíðkast hefur. 27.12.2010 06:30 Spara þrjátíu milljónir króna á jólaljósum Orkuveitan hefur tilkynnt sveitarfélögum á á rafmagnsdreifisvæði fyrirtækis að frá og með næstu jólum muni fyrirtækið ekki sjá um jólalýsingu á sama hátt og verið hefur. 27.12.2010 05:45 Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. 26.12.2010 16:05 Meira keypt á Netinu en áður Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk. 26.12.2010 13:22 Skattleysismörk nánast þau sömu á næsta ári Skattleysismörk verða nánast þau sömu á næsta ári og því sem er senn á enda, þrátt fyrir að öll sveitarfélögin hækki útsvarið. Mörkin eru tæplega 124 þúsund krónur á mánuði. 26.12.2010 12:12 Útivinnandi mæðrum fjölgar Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum. 25.12.2010 12:16 Sjá næstu 50 fréttir
Seðlabankinn samdi vegna fimm sparisjóða Seðlabanki Íslands hefur lokið samningum um skuldir fimm sparisjóða sem ekki uppfylltu skilyrði um lágmark eigin fjár í kjölfar bankahrunsins. Þeir sparisjóðir sem um ræðir eru Sparisjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Auk þess hafa Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Höfðhverfinga greitt skuldir sínar við Seðlabankann. 30.12.2010 16:51
Um 8,5 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 8,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 4,8 ma. viðskiptum. 30.12.2010 16:23
Rannveig Rist hlaut verðlaun Viðskiptablaðsins Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, fékk afhent Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins í hádeginu í dag. Það var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu. Tilkynnt var um gríðarlega mikil áform um stækkun álversins í haust. Um er að ræða 86 milljarða króna fjárfestingu og um 1300 ársverk á framkvæmdatímanum. 30.12.2010 13:27
Býst við 10-15% hækkun á flugfargjöldum Forstjóri Icelandair segir að flugfargjöld geti hækkað um 10 til 15 prósent á næsta ári vegna aukinnar gjaldtöku ríkisins. Skattar og gjöld á fyrirtækið hækki um einn milljarð króna á næsta ári. 30.12.2010 12:09
Bankasýslan eignast 76% hlut í Sparisjóði Þórshafnar Bankasýsla ríkisins hefur tekið við 76% eignarhlut í Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis. Fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins er lokið en Seðlabankinn, Byggðastofnun og Tryggingasjóður sparisjóða tóku þátt í henni. Stofnfjárhlutur Seðlabankans og Byggðastofnunar hefur nú verið framseldur til Bankasýslu ríkisins. Í lok árs 2007 námu eignir sparisjóðsins tæpum þremur milljörðum króna en engir ársreikningar hafa verið birtir eftir það. 30.12.2010 11:37
Jólaverslun Visa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól Jólaverslun Visa korthafa náði hámarki síðustu tvo dagana fyrir jól eins og undanfarin ár en alls varð rúmlega 5% veltuaukning innanlands nú fyrir jólin ef miðað er við sama tímabil og í fyrra, að sögn Viðars Þorkelssonar forstjóra VALITOR. 30.12.2010 11:30
Færri fyrirtæki eru stofnuð Nýstofnuðum fyrirtækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðærisárinu 2007. Samlags- og sameignarfélögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu. 30.12.2010 11:10
Eftirspurn eftir hlutum mikil Stjórn Icelandair hefur ákveðið að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru út í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréf, sem er næstum þrefalt það magn sem í boði var. 30.12.2010 11:05
Skuldir fyrnast á tveimur árum Skuldir fólks fyrnast á tveimur árum eftir gjaldþrotaskipti, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í gær. 30.12.2010 09:57
Jon Bon Jovi þénaði mest Bandaríski tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi þénaði mest á tónleikum á árinu eða rúmlega 200 milljónir. Hljómsveit hans tróð upp 80 sinnum á árinu. 30.12.2010 07:52
Hlutur Margeirs í MP þynnist út Hlutur Margeirs Péturssonar þynnist út og ríkjandi hluthafar verða í minnihluta þegar nýir fjárfestar koma að MP banka, en bankann vantar þrjá milljarða króna til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins. Evrópskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á bankanum. 29.12.2010 18:48
Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við,“ segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. 29.12.2010 21:00
Íslenskur bjór sífellt vinsælli „Innlend bjórframleiðsla er almennt að auka markaðshlutdeild sína,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Á undanförnum árum hafa sprottið upp nýir íslenskir bjórframleiðendur. Þar má meðal annars nefna brugghúsið á Árskógsströnd sem selur meðal annars Kalda og Ölvisholt Brugghús sem framleiðir meðal annars Skjálfta. Sigrún sagði, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, að þessi aukna markaðshlutdeild bendi til þess að innlendri bjórframleiðslu hafi reitt ágætlega af 29.12.2010 20:12
Nýjar valdablokkir munu rísa Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. 29.12.2010 15:00
Verstu viðskipti ársins: Björgun Sjóvár Þegar skilanefnd Glitnis tók yfir rekstur tryggingafélagsins Sjóvár kom í ljós að Milestone-bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir höfðu gengið þar svo illa um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol. Bótasjóðurinn var tómur, í stað fjármuna voru tryggingar bundnar í ótryggum fasteignum í fjarlægum löndum. Félagið var í raun gjaldþrota og vantaði milljarða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. 29.12.2010 12:30
Útlendingar sýna MP banka áhuga MP banki þarf þrjá milljarða í formi nýs eigin fjár til að uppfylla kröfur FME. Bankinn á núna í viðræðum við þrjá aðskilda fjárfestahópa og eru útlendingar þar á meðal. 29.12.2010 12:26
Botninum líklegast náð á íbúðamarkaði Allt bendir nú til þess að botninum á íbúðamarkaði hafi verið náð á þessu ári, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Með því lýkur þriggja ára lægð á íbúðamarkaði, en samdráttur hófst á þessum markaði í ársbyrjun 2008. 29.12.2010 12:12
Maður ársins í viðskiptum: Lee Buchheit Alls voru 24 einstaklingar tilnefndir í flokk þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. 29.12.2010 12:00
Sparisjóður Svarfdælinga uppfyllir skilyrði FME Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður samkvæmt tilkynningu frá bankanum. 29.12.2010 10:27
Guðný Helga til Íslandsbanka Guðný Helga Herbertsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum bankans við fjölmiðla og móta samskiptastefnu bankans útá við, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá mun Guðný Helga bera ábyrgð á samfélagsstefnu bankans. 29.12.2010 10:20
Bankarnir eru með of mikil völd „Völdin liggja hjá bönkunum, sem hafa leyst til sín mikið af fyrirtækjum. Þar virðast hlutirnir sitja fastir. Það er viðskiptalífinu ekki til framdráttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Auði Capital. Auður Capital rekur fagfjárfestasjóðinn Auði 1, sem keypti fjölda fyrirtækja á árinu sem er að líða. Þar á meðal fjarskiptafyrirtækið Tal, upplýsingaveituna Já, matvöruverslunina Mann lifandi og hlut í Ölgerðinni. 29.12.2010 10:00
Gömlu valdablokkirnar heyra sögunni til Viðskiptablokkirnar sem tröllriðu samfélaginu í áratug fyrir efnahagshrunið eru fallnar og arftakar þeirra að taka við. 29.12.2010 09:00
Bestu viðskipti ársins: Icesave-samningarnir Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. 29.12.2010 06:00
Niðurstöðu að vænta í janúar Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka á enn í viðræðum við valda fjárfesta vegna sölunnar á kjölfestuhlut í Högum. Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að gera megi ráð fyrir að viðræðurnar standi til loka janúar. 29.12.2010 06:00
Icelandair Group samþykkir áskriftir Stjórn Icelandair Group hf. ákvað í dag að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember sl.. Alls bárust 852 áskriftir fyrir samtals 2.855.633.620 bréfa. 28.12.2010 19:48
Framkvæmdastjóri Kjöríss maður ársins í íslensku atvinnulífi Valdimar Hafsteinsson, 44 ára framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, er maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. 28.12.2010 18:29
Frumtak kaupir hlut í PM endurvinnslu Frumtak hefur fest kaup á hlut í PM Endurvinnsla ehf. Félagið einbeitir sér að móttöku plastúrgangs til endurvinnslu, en framleiðslan er síðan seld innanlands og erlendis. Kaupverðið er 100 milljónir króna. 28.12.2010 15:37
Hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum lánum Frumvarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um gengisbundin lán varð í dag að lögum. Þetta þýðir að lánastofnanir hafa nú 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignveðlánum. 28.12.2010 14:33
Bílasala tók við sér á árinu Bílasala hefur aðeins tekið við sér á þessu ári, miðað við botninn sem sala á nýjum fólksbílum náði á síðasta ári. Á fimm árum hefur salan hins vegar hrunið um 86%. 28.12.2010 12:14
Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot Tæplega 940 fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot á árinu sem er að líða. Gjaldþrotum hefur fjölgað um 43% frá góðærisárinu 2007. 28.12.2010 12:12
Lynn: Ísland kennir heiminum lexíu árið 2011 Ísland kemur við sögu í árlegum spádómi dálkahöfundarins Matthew Lynn sem skrifar reglulega fyrir Bloomberg fréttaveituna. Lynn segir að meðal þess sem gerist á næsta ári sé að Ísland muni kenna heiminum lexíu. 28.12.2010 10:06
Hér skortir framtíðarsýn og stefnu Þegar litið er um öxl við lok árs 2010 er ýmislegt sem kemur upp í hugann. Árið hefur í efnahagslegum skilningi verið gríðarlega erfitt, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Atvinnuleysi er mikið, á íslenskan mælikvarða, og óviðunandi. 28.12.2010 06:00
GAMMA hækkaði um 0,1% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 0,7 ma. viðskiptum, sem er næst veltuminnsti dagur ársins. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,3 ma. viðskiptum. 27.12.2010 15:54
Flestir telja aðstæður í atvinnulífi slæmar Stærstur hluti stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í reglubundinni könnun Capacent meðal fyrirtækjanna. 27.12.2010 14:30
Eignastýring Íslandsbanka verður VÍB Eignastýring Íslandsbanka mun starfa undir merkjum VÍB á nýju ári. Það verður gert til að aðgreina eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka á skýran hátt frá bankastarfsemi á sama tíma og stefnt verður að því að efla starfsemi og þjónustu einingarinnar enn frekar. 27.12.2010 14:20
Fleiri ferðast vegna hagstæðara gengis Mun fleiri Íslendingar hafa verið á faraldsfæti á árinu samanborið við í fyrra. Ástæðan er sú að kaupmáttur Íslendinga hefur aukist á erlendri grundu vegna styrkingar krónunnar. 27.12.2010 12:16
Hyggjast reisa eldsneytisverksmiðju Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingu við Carbon Recycling um smíði eldsneytisverksmiðju í Kröflu. Framkvæmdir gætu hafist um mitt næsta ár. 27.12.2010 12:05
Samið um kaup á Heklu Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski um sölu á bifreiðaumboðinu Heklu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð. 27.12.2010 10:45
Bretar versluðu fyrir hundruð milljóna punda í gær Milljónir Breta skelltu sér á búðarráp strax á öðrum degi jóla og eyddu hundruðum milljóna punda þegar útsölur hófust þar í landi í gær. 27.12.2010 10:06
Sorphirðubreytingar spari um 110 milljónir Væntanlegar breytingar á sorphirðu í Reykjavík munu líklega spara borginni um 110 milljónir króna á komandi ári. Hámarkslengd frá sorptunnu að sorpbíl verður takmörkuð niður í 15 metra og gefst borgarbúum möguleiki á því að borga 4.800 krónur í auka sorphirðugjald. Einnig verður sorp hirt á tíu daga fresti í stað viku, eins og tíðkast hefur. 27.12.2010 06:30
Spara þrjátíu milljónir króna á jólaljósum Orkuveitan hefur tilkynnt sveitarfélögum á á rafmagnsdreifisvæði fyrirtækis að frá og með næstu jólum muni fyrirtækið ekki sjá um jólalýsingu á sama hátt og verið hefur. 27.12.2010 05:45
Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. 26.12.2010 16:05
Meira keypt á Netinu en áður Mikil aukning virðist hafa orðið á verslun á Internetinu fyrir jólin víðs vegar um heiminn. Þetta á við um Ástralíu, Evrópu, Asíu og Bandaríkin, að því er fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk. 26.12.2010 13:22
Skattleysismörk nánast þau sömu á næsta ári Skattleysismörk verða nánast þau sömu á næsta ári og því sem er senn á enda, þrátt fyrir að öll sveitarfélögin hækki útsvarið. Mörkin eru tæplega 124 þúsund krónur á mánuði. 26.12.2010 12:12
Útivinnandi mæðrum fjölgar Um 2,2 milljónir breskra mæðra eru útivinnandi og eru mæður farnar að skilja börn allt niður í sex mánaða gömul við sig til að sinna vinnu. Á fréttavef Daily Mail segir að þetta sé til marks um hversu mikið hafi þrengt að breskum fjölskyldum. 25.12.2010 12:16
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur