Viðskipti innlent

Frumtak kaupir hlut í PM endurvinnslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks. Mynd/ Anton.
Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks. Mynd/ Anton.
Frumtak hefur fest kaup á hlut í PM Endurvinnsla ehf. Félagið einbeitir sér að móttöku plastúrgangs til endurvinnslu, en framleiðslan er síðan seld innanlands og erlendis. Kaupverðið er 100 milljónir króna.

Félagið hefur byggt verksmiðju í Gufunesi í Reykjavík og hjá félaginu hefur byggst upp umtalsverð reynsla af framleiðslu á endurunnu plasti undanfarin 6 ár. Félagið hefur m.a. þróað aðferð til að hreinsa og endurvinna ofin plastefni og náð góðum árangri við hreinsun þessara efna, en aðgengi að heitu og köldu vatni á Íslandi veitir fyrirtækinu forskot við vinnsluna. Allar framleiðsluafurðir félagsins eru í endanlegu formi sem plastkúlur. Plastkúlurnar eru síðan notaðar af kaupendum til bræðslu í alls kyns aðra plastvinnslu.

„PM Endurvinnsla er afar spennandi fyrirtæki" sagði dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. Hann bætir því við að félagið sé raunveruleg endurvinnsla því það breyti plastúrgangi í fullunnið hráefni til iðnaðarframleiðslu og noti til þess græna orku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×