Viðskipti innlent

Skuldir fyrnast á tveimur árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skuldir fólks fyrnast á tveimur árum eftir gjaldþrotaskipti, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í gær.

Þrátt fyrir þetta meginákvæði laganna fela lögin það einnig í sér að lánardrottinn getur höfðað mál á hendur skuldara og fengið dóm þannig að krafan fyrnist á lengri tíma. Hefst þá nýr fyrningarfrestur kröfunnar sem samkvæmt almennum reglum getur verið fjögur, tíu eða tuttugu ár eftir tegund kröfu.

Til að þetta fáist viðurkennt með með dómi þarf kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að fyrningafrestur verði lengri og jafnframt þarf hann að sýna fram á að líklegt sé að unnt verði að fullnusta kröfu hans yfir lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×