Viðskipti innlent

Bretar versluðu fyrir hundruð milljóna punda í gær

Fólk hópaðist inn í verslunarhúsin í London.
Fólk hópaðist inn í verslunarhúsin í London. MYND/AP

Milljónir Breta skelltu sér á búðarráp strax á öðrum degi jóla og eyddu hundruðum milljóna punda þegar útsölur hófust þar í landi í gær.

Afslættir eru meiri en venjulega því fannfergið á Bretlandi kom í veg fyrir að fólk kæmist í búðir í eins miklum mæli og vonast var til. Sumar búðir opnuðu tveimru tímum fyrr en venjulega og kom það sér vel fyrir þá allra hörðustu sem höfðu staðið í biðröð alla nóttina.

Þann fjórða janúar stendur til að hækka virðisaukaskattinn í Bretlandi úr 17,5 prósentum í 20 prósent og varð það til þess að sala á dýrari hlutum eins og raftækjum og húsgögnum varð enn meiri en venjulega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×