Viðskipti innlent

Samið um kaup á Heklu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup á Heklu. Mynd/ Anton.
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup á Heklu. Mynd/ Anton.
Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi hefur ákveðið að ganga til samninga við Friðbert Friðbertsson og Franz Jezorski um sölu á bifreiðaumboðinu Heklu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð.

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér þann 16. september síðastliðinn og í auglýsingum sem birtar voru í kjölfarið, var bifreiðaumboðið Hekla auglýst til sölu. Tólf tilboð bárust bankanum og héldu fimm tilboðsgjafar áfram í söluferlinu, segir í tilkynningu frá Arion. Í kjölfar þeirra viðræðna hefur verið ákveðið að ganga til formlegra samningaviðræðna við fyrrnefnda aðila um kaup þeirra á Heklu.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir á fyrstu vikum næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×