Viðskipti innlent

Það verður réttað yfir Baldri - frávísunarkröfu vísað frá

Valur Grettisson skrifar
Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Frávísunarkröfu Baldurs Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í máli sérstaks saksóknara gegn honum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, samkvæmt frétt sem DV birtir á heimasíðu sinni.

DV segist hafa heimildir fyrir því að frávísunarkröfunni hafi verið vísað frá, en það er þá í annað skiptið sem slíkri kröfu er hafnað. Áður krafðist Baldur þess að málinu yrði vísað frá þar sem FME hafði tilkynnt honum að rannsókn á máli hans hefði verið hætt. Hún hófst svo að nýju en honum var þá ekki tilkynnt um það. Baldur taldi það nægjanlega ástæðu til þess að vísa málinu frá. Dómari féllst þó ekki á þá kröfu frekar en nú.

Baldur er ákærður fyrir innherjasvik vegna þess að hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrunið 2008. Talið er að hann hafi búið yfir innherjaupplýsingum sem hann hafði aðgang að starfs síns vegna og að hann hafi misnotað þessar upplýsingar með sölunni á bréfunum.

Frávísunarkrafa var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. desember og hefur dómarinn í málinu nú kveðið upp úrskurð sinn: Réttað verður yfir Baldri.

Aðalmeðferð í máli Baldurs mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun mars samkvæmt DV.


Tengdar fréttir

Baldur: Ég lýsi mig saklausan

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins lýsti sig saklausan við þingfestingu ákæru á hendur honum í morgun. Hann er ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi.

Vill að hreinsað verði til í ákærunni

Ógrynni af nýjum upplýsingum hefur komið fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, við rannsókn lögreglu og hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) frá því að FME ákvað að hætta fyrri rannsókn sinni á málinu vorið 2009.

Krefst frávísunar með sömu rökum og áður

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur

Baldur Guðlaugsson ákærður

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×