Viðskipti innlent

Economist: Ísland í sjöunda neðsta sætinu

Samkvæmt tímaritinu The Economist er Ísland í sjöunda neðsta sæti þegar kemur að áætluðum hagvexti meðal þjóða heimsins á þessu ári.

Tímaritið gerir aðeins ráð fyrir 0,5% hagvexti á Íslandi sem er mun minna en opinberir aðilar hérlendis spá en þeir gera ráð fyrir að hagvöxtur verði um 2% á árinu.

Samkvæmt lista tímaritisins yfir þær 10 þjóðir sem spáð er minnstum hagvexti eru fjórar Evrópuþjóðir neðar á listanum en Ísland. Það eru Ítalía, Írland, Portúgal og Grikkland.

The Economist spáir að mestur hagvöxtur í ár verði í Quatar eða 16% en þar á eftir koma Ghana og Mongólía þar sem hagvöxturinn verður yfir 10% í báðum löndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×