Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs verði ekki notuð við verðtryggingu

Helga Arnardóttir skrifar
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Mynd/Anton Brink
Talsmaður neytenda hefur lagt til við verðtryggingarnefnd sem efnahags og viðskiptaráðuneytið hefur sett á fót að önnur og raunhæfari viðmið en vísitala neysluverðs verði notuð við að reikna verðtryggingu lána. Fyrst og fremst þar sem vísitalan lýsi ekki vel rýrnun gjaldmiðilsins.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2009 segir að draga eigi úr vægi verðtryggingar. Nýlega var svo stofnuð nefnd til að kanna forsendur verðtryggingar á Íslandi undir forystu Eyglóar Harðardóttur alþingismanns. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur lagt fram tillögur til nefndarinnar þess efnis.

„Ég lagði til að notuð yrðu önnur og raunhæfari viðmið en vísitala neysluverðs til að verðtryggja lánsskuldbindingar og innistæður. Vísitala neysluverðs lýsir í rauninni ekki vel rýrnun gjaldmiðilsins og tekur inn allskonar hækkanir sem koma íslensku krónunni ekkert við," segir Gísli.

Gísli segir að viðmið við annað en vísitöluna myndi draga úr óréttlætinu sem felist í verðtryggingunni núna. „Sumir halda því fram að verðtryggingin standist ekki eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er framkvæmd núna og undanfarin ár. Hún feli svo miklar óréttmætar eignatilfærslur í sér að það standist ekki að hafa miða við vísitölu neysluverðs"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×