Viðskipti innlent

Fá leyfi til að rannsaka hagkvæmni virkjunar í Ölfusá

Orkustofnun hefur veitt Selfossveitum leyfi til rannsókna á vatnasviði Ölfusár við Selfoss sem og á afmörkuðum svæðum á landi.

„Leyfið tekur til rannsókna við að kanna hagkvæmni þess að reisa og reka vatnsaflsvirkjun í Ölfusá við Selfoss," segir í tilkynningu á vefsíðu stofnunarinnar. Tekið er fram að leyfið takmarkist við þær framkvæmdir sem kveðið er á um í rannsóknaráætlun.

„Leiði framangreindar rannsóknir til þess að leyfishafi hafi hug á virkjun á rannsóknarsvæðinu er unnt að gefa út viðbótarleyfi varðandi rannsóknir er varða staðsetningu og fyrirkomulag mannvirkja og geta haft rask í för með sér."

Þá er þess getið að leyfið feli ekki í sér heimild til nýtingar á vatnasviði rannsóknarsvæðisins. „Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa vatnsréttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×